Heimilisritið - 01.06.1946, Page 36

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 36
NOTT I EYÐIHUSI Hann var ekki myrkfælinn. Hann var ekki hræddur við neitt í þessum heimi nema lög- regluna. Smásaga eftir RICHARD HUGHES. KVÖLD ÞAÐ, sem ég hef í huga, hafði ég farið fram hjá að minnsta kosti 20 hlöðum og kofa- ræksnum, án þess að finna nokkurt skýli, sem mér líkaði fyrir nætur- stað. Vegirnir í Worcestershire eru að jafriaði aurugir og illir yfirferð- ar og það var nálega orðið dimmt a.f nótit, er ég að lofcum fann eyði- hús, sem stóð í vanhirtum garði, talsvert frá götunni. Mikil rigning ha'fði verið allan daginn og það draup ennþá af kræklóttum trjá- greinunum eftir úrfellið. En þak hússins, virtist mér heil- legt, og mér fannst því sennilegt, að innanhúss myndi vera sæmilega þurrt, að minnsta kosti eins þurrt og nokkur annar staður, sem ég gat átt kost á þessa stundina. Ég tók ákvörðun mína. Fyrst litaðist ég vel um, upp og niður eftir götuslóðanum, síðan þreif ég til rofjárns, sem ég bar á mér inn- anklæða og sprengdi upp hurðar- ræksnið, sem aðeins var læst með hespu og hengilás fyrir. Er inn kom var niðdimmt og loftið þrungið sagga. Ég kveikti á eldspýtu. Við flöktandi logann af henni sá ég inn í dimman gang beint á móti mér, en í því sloknaði á eld'spýtunni. Ég lokaði útidyrunum vandlega, þótt ég ætti varla von á nokkrum ferðalöngum þarna, svo seint á jafnvondum og fáförnum vegi. Svo kveikti ég á annarri eldspýtu og klöngraðist eftir ganginum inn í litla herbergiskytru í hinum enda hússins. Loftið þar inni var lítið eitt betra. Þarna fann ég lítinn sótugan arin. Ég áleit, að of dimmt væri úti, til þess að nokkur gæti séð reyk frá húsinu og reif því með hnífi mínum fjöl úr þiljunum og kveikti upp eld. Eftir skamma stund var mér farið að hitna og jafnframit reyndi ég að nota hitann frá eldinum, til að þurrka mestu vætuna úr utanyfirfötum mínum. 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.