Heimilisritið - 01.06.1946, Page 47

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 47
„Hvað í ósköpunum er á ferð- inni? Ég kom út í Copleyshús fyrir hálftíma og varð blátt á- fram handtekinn af lögreglunni -og fluttur inn í borðstofu með þjónustufólkinu í báðum húsun- um. Þar varð maður svo að hírast steinþegandi með tvo lög- regluþjóna yfir sér“. Þetta var auðvitað Gally sem lét dæluna ganga. „Svo kom einn og fór að rekjaúrmérgam- imar og ég varð nauðugur vilj- ugur að segja honum hver ég væri, hvaðan ég kæmi, hvað ég væri að gera hjngað og ég veit ekki hvað meira — án þess að hann vildi fræða mig á nokkru. Hvað er að? Hvemig stendur á þessu lögreglufargani héma og - ?“ Hann þagnaði skyndilega eins hönd hefði verið lögð fyrir munn hans. „Ivan Godden hefur verið myrtur“, sagði Blakie rólega og kuldalega. „Haltu þér saman“. „Myrtur? Guð sé oss næstur! Hver gerði það?“ „Enginn veit. Farðu inn í her- bergið. Ég kem strax“. Hann ýtti Gally inn og lokaði hurðinni. Gally var í kjólfötum, frekknóttur, með útstandandi eym og illagreitt hár, eins og hann hefði farið með finguma í gegnum það, og augu hans vom dökk og hvikandi. Það var auð- séð, að hann hafði drukkið einu glasi um of, þrátt fyrir allt.. Hann sagði hátt en nokkuð loð- mæltur: „Hver ósköpin ganga á Marcia?“í sama bili kom Davies yfirlögregluþjónn inn og sagði: „Við þurfum að reyna að glöggva okkur á því, hvenær morðið var framið. Gjörið svo vel og skýrið mér greinilega frá því sem gerðist. Ég ætla að biðja ykkur um að halda ykkur við efnið og þá ekki síður við sannleikann. Ósannindi leiða ekki til annars en óþarfa um- stangs og leiðinda fyrir okkur. Viljið þér byrja, Beatrice Godd- en?“ Davies hélt á pappírsblokk og blýanti. Gally horfði á hann og sagði gremjulega: „Þéreruðað“. Svo hlammaði hann sér á stól. Og Marcia gat ekki gleymt bréfinu. Hún varð að fara inn í bókastofuna og ná í það. Bönd- in voru þegar farin að berast að Rob. Bréfið myndi ríða bagga- muninn. Beatrice hélt áfram að fmgra við kjólfellingamar á hnjám sér og sagði hógværlega: „Ég fór út þegar klukkan var eithvað tutt- ugu mínútur yfir sjö. Þegar ég kom niður stigann vom dymar að bókastofunni lokaðar og ég heyrði ekkert hljóð innan frá. Ég fór út um forstofudymar og rakleiðis í Copleyshúsið“. HEIMILISRITIÐ 45-

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.