Heimilisritið - 01.06.1946, Qupperneq 53

Heimilisritið - 01.06.1946, Qupperneq 53
„Já, þá liefði ég pantað eitt öl- glas í viðbót“. Hún skýrði honum frá því, að forstjórinn hefði boðið he<nni út að borða á morgun. „Og þú ætlar að fara?“ spurði hann. „Hefurðu aldrei heyrt talað um skrifstofustúlkur, sem giftast for- stjóranum?“ „Og það .varst þú sem varðst hneyksluð í gær. Þú ætlaðir að kaupa þér nýjan hatt og skammað- ir mig fyrir, að ég hefði engan á- huga á þessum hatt'kúf, en væri að horfa á eftir stúlku, sem gekk fram hjá“. „Konur eru dálítið erfiðar, þegar þær eru að kaupa hatta“. „Þú ert alltaf erfið“. „Við skulum þá hætta að vera saman“. „Meinarðu það?“ Það var heldur ekki um annað að ræða fyrir þau. Við getum auðvitað ekki ásak- að þau fyrir neitt. Friðrik fellur þetta ofurlítið þungt, en án þess að það risti djúpt, því að það er uppgerð. En hann er svo veraldar- vanur, að hann veit, að konum fell- ur það vel. Hann teku’r eftir smáramerkinu og spyr, hvort hann megi fá það sem minjagrip um hana. Því miður er hún ekki með neitt annað handa honum, og eit't- hvað þarf hann helzt að fá á skilnaðar s tu ndinni. I Að sjálfsögðu kemur NúJIu það ekki til hugar, að þetta asnalega merki verði eina gjöfin sem hún- fái frá forstjóranum. Hví þá ekkl að láta hann fá það? Sýnilega er hann hálfklökkur, og hún hafði aldrei ímyndað sér, að hún gæti losnað við Friðrik á svona auðveldan hátt, svo að hún gefur honum inerkið í gleði sinni. „Það er gæfumerki", segir hún. Svo flýtir hún sér í burtu, því að eðlilega þarf hún að gæta vinnu sinnar. Friðrik lítur á klukkuna. Hver skollinn. Hann verður að taka bíl, 'til þess að verða ekki of seinn á fund vinkonu sinnar. Það er engin önnur en Rut. Rut er í skelfing slarniu skapi, Hún hefur allt á hornum sér, lík- lega er það veðrinu að kenna. En þau fara að hlaða í sig kexi og marmelaði og drekka te með. „Kemurðu ekki með nokkurn skapaðan hlut handa mér?“ Það er ófyrirgefanlegt af Friðriki að hafa ekkert með sér handa henni. Það er ekki verðgildið heldur hugurinn sem fylgir gjöfinni. A'ftur verður hann hryggur á svip. En svo dettur honum ráð í hug. Hann gefur henni smára- merkið. „Það er gæfumerki", segir hann og hún er óspör á þakklætið. Páll kemur heim um kvöldið léttur í skapi, hann hugsar um HEIMILISRITIÐ 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.