Heimilisritið - 01.06.1946, Side 54

Heimilisritið - 01.06.1946, Side 54
væntanlega máltíð með Núllu dag- inn eftir. En Rut er líka glöð og ánægð eftir samfundinn við Frið- íik. Hann segir henni, hvað hann hafi átt annríkt í skrifstofunni. Hún biður hann að fyrirgefa, hvað hún hafi verið í fúlu skapi um morguninn. En þau eru samála um, að slíkt 'komi' fyrir í öllum hjónaböndum. Auðvitað hugsar hún ekki leng- ur um að flytja til móður sinnar. „En hvað þetta er sniðugt merki, sem þú ert með“, segir hann. „Já, það finnst mér líka. Ég keypti það í dag, þegar ég fór í búðir“. „Ég hef líka átt svona merki“. „Já, ég veit. Það er víst mikið til af þeim“. Og af einskærri gleði tekur hún fjögra blaða smárann, festir honum í jabkakraga hans og segir: „Þetta er gæfumerki“. ENDIR Múnurinn vor sá Vitið þið það, að yfirmaður her- gagnaframleiðslunnar í Bandaríkj- unum er maður af dönskum ættum, William S. Knudsen að nafni. Hann hefur stjómað yfirgripsmesta, stór- kostlegasta og afkastamesta verki núna á stríðsárunum, sem ver- aldarsagan getur um. Henry Ford hefur kallað hann „skipulagningar- sjení“, og þó er hann einn skæðasti keppinautur hans, þar sem hann er aðalforstjóri Chevroletverksmiðj- anna. Ýmsar sögur ganga um þennan fræga mann. Ein þeirra fer hér á eftir: Fyir 25 árum kom sölumaður frá verksmiðju, sem framleiddi vara- hluti í bíla, inn til innkaupaforstjór- ans hjá Chevrolet, í þeim erindum að selja þeim púströr. Sölumaðurinn hét William S. Knudsen og mælti mjög með vöru sinni. Innkaupafor- stjórinn spurði hann loks um end- ingargæðin og traustleikann. Knudsen svaraði ekki, en greip eitt rörið, reiddi það upp yfir höfuð sér og þeytti því á gólfið inni í skrif- stofunni. Púströrið hoppaði upp frá gólfinu og lenti í veggnum af svo miklum krafti, að töluvert molnaði úr honum. Nokkur mánuðum síðar mætti innkaupaforstjórinn Knudsen í anddyri Chevroletverksmiðjanna. „Jæja“, sagði hann, „ætlið þér að reyna að selja fleiri púströr?“ „Nei“, svaraði Knudsen. „Ég er orðinn forstjóri héma“. ENDIR 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.