Heimilisritið - 01.06.1946, Side 62

Heimilisritið - 01.06.1946, Side 62
gert samsæri með Bretum á móti ítölum. Hér er áreiða'nlega engin hrifn- ing manna á meðal yfir þessari sið- ustu stigamennsku öxulríkjanna. Þýzkir hermenn hafa alltaf hina mestu fyrirlitningu á ítölum, og þeir segja mér, að það muni engin skcmmtiganga vera, sem hersvéitk Mussolinis eiga nú fyrir sér yfir Grikkland. Landið er fjöllótt og örðugt yfirferðar fyrir vélahersvert- ir, og ennfremur segja þeir, að Grikkir eigi bezta fjallastórskota- lið í Evrópu. Metaxas hershöfð- ingi, forsætisráðherra Grikkja, og nokkrir fleiri hershöfðingjar þeirra, gengu í herskólann í Potsdam, segja Þjóðverjar mér. Berlín, 31. október 1940. Sagt er, að Hitler hafi þotið frá Frakklandi, þar sem hann var í heimsókn hjá Pétain marskálki, og til Flórenz. Flokksmenn hans segja, að hamn hafi verið mjög hrif- inn af Pétain en ékki af Franco. Hann ætlaði að aftra Mussolini að ráðast á Grikki, en kom fjórum stundum of seint, og þegar hann hitti Mussolini var of séint að snúa við. Sannleikurinn er sá, að Hitler bjóst við að geta náð Balkanskag- anum styrjaldarlaust. Hann hefur tvöfalda ástæðu til að forðast ófrið þar. í fyrsta lagi verður samgöngu- tækjum ofboðið, en þau voru ónóg áður og mikil þörf þeirra nú til að .60 flytja matvörur og hráefni frá Balkanlöndum til Þýzkalands. í öðru lagi neyðir þetta Hitler til að dreifa herstyrk sínum enn meira en áður, og var herlínan þó meira en þúsund mílna löng frá Narvík til Hendaye í Vestur-Frakklandi, en auk þess hefur hann einar þrjátíu og fimm herdeiídir og mikinn loft- flota á hinum löngu landamærum Þýzkalands og Rússlands. Sagt er, að Hitler sé fokvondur við yngri öxulbróður sinn fyrir það, að hann greip til byssunnar. Það er augljóst, þar sem vetur gengur nú í garð, að Þjóðverjar munu ekki reyna að gera innrás i Bretland í haust. En hvers vegna hefur ekki verið gerð tilraun? Ilvað hefur ruglað megindrættina í hern- aðaráætiun Hitlers? Ilvers vegna hefur ekki enn verið unninn loka- sigur og saminn friður. Það er ' kunnugt, að í byrjun júnímánaðar var Hitler fullviss um sigur í sum- arlokin. Og hann blés her sínum og þýzku þjóðinni þessari sörnu sigur- vissu í brjóst. Enginn var í efa um sigurinn. Voru ekki pallar reistir og málaðir og skreyttir skínandi örn- um og hakakrossum og silfurhvítri og íbensvartri eftirlíkingu af járn- krossinum fyrir hina miklu sigurför um Brandenborgarliliðið? Þetta var allt til reiðu í lok ágústmán- aðar. Hvað var það, sem bilaði? Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.