Heimilisritið - 01.04.1948, Page 16

Heimilisritið - 01.04.1948, Page 16
um mælir luin bölvun yfir hvern þann, sem segir öðrum manni sögu hennar. Sá, sem það gerir, skal deyja innan sólar- hrings. Auðvitað er ég ekkert smeykur, en hinsvegar finnst mér ekki ég hafa neinn rétt til að Ijósta upp leyndarmáli ungu stúlkunnar“. „Ungi vinur“, Falcott prófessor var staðinn á fætur og lagði höndina á öxl unga mannsins. „Nærgætni yðar er yður til mik- ils sóma. En, drengur minn, minnist einkunnarorða vorra: Vísindunum allt! Auðvitað er ekkert að óttast. Við erum Evrópumenn, sem aðhyllumst vísindi, en ekki Egyptar, sem trúa á ketti“. „Jæja þá“. Williamson tók skjalið upp úr töskunni og breiddi varlega úr því. „Þetta er sagan uin Nalinthia, dóttnr NotJci, prests Anuhi . . 1 stundarfjórðung hljómaði rödd hans í kvöldkyrrðinni. Það dó í pípu Talcotts. Purdv sat á- iútur og starði niður fyrir sig. Þegar Williamson hætti lestr- inum j)ögðu þeir allir nokkrar mínútur. Svo spratt Purdy á fætur. „Guð sé oss næstur!“ hrópaði hann, „hvílkur viðbjóður! Ótrú- legt, ótrúlegt. Ég vona að til sé líf eftir dauðann, og að bölvun ungu stúlkunnar bitni á böðlum hennar .. .“ „Þér gleymið því“, sagði Tal- cott rólega, „að ef bölvunin verð- ur að áhrínsorðum, þá bitnar lnin einnig á þeim, sem segir sög- una. Með öðrum orðum, þessum unga vini okkar hérna“. „Þér hafið rétt fyrir yður!“ sagði Purdy. „Ég myndi ekki segja neinum þessa sögu hvað sem í boði væri“. „Þvættingur!“ sagði prófess- orinn hvasst. „Við lifum á tutt- ugustu öldinni“. „Alveg sama“, svaraði Pur- dy. „Ég hef séð svo margt um dagana að ég veit, að Austur- lönd standa nær tuttugustu öld fyrir Krist, en tuttugústu öld eftir Krist“. „Það er áliðið“, sagði Talcott. „Það er kominn kvöldverðay- tími“. Talcott prófessor beygði frá Piccadilly Cirkus inn í Regent- stræti. Þokan var dimm, ekta Lundúnaveður, ljósin lýstu eins og gular grútartýrur. Hann gekk hægt, sokkinn niður í djúpar hugsanir. Allt í einu leit liann upp. „Vitanlega! Hvers vegna hefur mér ekki lnigkvæmst það fyrr?“ Hann gekk að götuljósi og rýndi í vasabók sína. „Brandon! Það er rétti mað- 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.