Heimilisritið - 01.04.1948, Side 50

Heimilisritið - 01.04.1948, Side 50
,,Vissulega“, svaraði ég, „Am- ontillado“. Er ég sagði þetta byrjaði ég að róta í bemahrúgunni, sem áður er nefnd. Eg fleygði bein- unum til hliðar og gróf upp múr- steina og steinlím. Að svo búnu lét ég hendur standa fram úr ermiim við að múra fyrir inn- ganginn í útskotið og notaði múrskeiðina mína við verkið.' Ég hafði vart lokið fyrstu steinaröðinni, þegar ég tók eftir því að ölvunin var að mestu runnin af Fortunato. Hið fyrsta, sem benti til þessa, var lágt, stynjandi hróp innari úr skotinu. Það var ekki hróp drukkins manns. Síðan varð löng, þrjósku- leg þögn. Ég lagði aðra steina- rÖð, þriðju, fjórðu, og þá heyrði ég að hlekkirnir hristust ofsalega. Hávaðinn varaði nokkrar mín- útur, og til þess að geta hlustað á það af meiri ánægju, hætti ég starfi mínu og settist á beina- hrúguna. Loks þegar skröltið hætti tók ég nnirskéiðina og lauk fimmtu* sjöttu og sjöundu röðinni án þess að vera truflað- ur. Veggurinn tók mér nú í brjóst, ég tók mér hvíld, hélt kertisstjakanum yfir múrnum og lét nokkra daufa geisla falla á manninn fyrir innan. Há, skerandi óp frá hinum hlekkjaða manni virtust kasta mér aftur á bak. Eitt andartak '48 lúkaði ég — ég skalf. Ég dró rýting minn úr slíðrum og stakk honum í bergið umhverfis skotið, cn ég áttaði mig strax. Ég fór höndum um hið trausta efni grafhvelfingarinnar og varð ró- legur. Ég ^ekk aftur að veggn- um, ég svaraði honum, sem hróp- aði. Ég bergmálaði hróp hans — tók undir þau — yfirgnæfði þau. Og hrópandinn þagnaði. Nú var miðnætti, og verki mínu senn lokið. Ég var búinn með áttundu, níundu og tíundu röðina. Ég hafði lokið þeirri ell- eftu og síðustu, að undanskild- um einum steini, sem ég átti el’tir að fella í skarð. Ég var í þann veginn að korria honuiri í réttar skorður. En nú barst út úr skotinu lágur hlátur, sem kom hárinu til að rísa á höfði mér. Á eftir heyrðist dapurleg rödd, sem ég átti erfitt með að þekkja sem rödd hins göfuga Fortunatos. Röddin Sagði: „Ha! ha! lia — he! he! — ágæt- ur hrekkur — fyrirtaks gáriian- semi. Við munum hlæja oft og inni- lega að þessu lieima í höllinni — he! he!“ „Amontillado!“ sagði ég. „He! he! lie! — he he he! — já, Amontillado. En er ekki áliðið? Er ekki beðið eftir okknr í höll- inni, bíðá ekki frú Fortunato og öll hin? Við skulum fara“. HÉiMrLiSRrriÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.