Heimilisritið - 01.04.1948, Page 56

Heimilisritið - 01.04.1948, Page 56
ame, það er hverju orði sannara. En —- burtséð í'rá (hann lagði áherzlu á orðið) 'persónulegum- tilfjnningum, hvaða álit höfðuð þér annars á i'rú Marshall?“ ,,Er nauðsynlegt að fara út í það núna?“ ,,Já, ég held að það væri rétt- ast". Frú Redfern virtist allt í einu vera orðin þreytt á því að halda sér í liinu stranga jafnvægi. Það færðist léttur roði í kinnarnar. Hún sagði: „Að mínu áliti var hún lítilfjörleg. Hún átti í raun- iiini engan rétt á að lifa. Hún var sálarlaus — lieimskingi. Hún hugsaði ekki um annað en karl- menn, föt og prjál. Hún var einsk- isverð — hún var sníkjudýr! Þess vegna furðar mig ekkert á því, þó svona færi. Henni var trúandi til að vera bendluð við hverskyns ófögnuð — svik — fals — fjárkúgun. Hún kom alls- staðar illu til leiðar“. Christine staldraði við og dró þungt andann. Efri vörin titraði af hrjdlingi. Weston hugsaði með sér, að meiri andstæður en Ar- lenu Marshall og Christine Red- fem, væri varla hægt að hugsa sér. Það flögraði að honum, að hver sá, sem ætti konu eins og Christine, gæti hægiega látið ginnast af þessa heims Arlenum. En það var eitt orð, sem West- on hafði veitt sérstaklega at- 54 liygíi. Hann hallaði sér áfram og sagði: „Frú Redfern, hvers vegna nefnduð þér hana í sambandi við fjárkúgun?" SJÖUNDI KAPÍTULI I. CHRISTINE starði á hann. Hún virtist ekki skilja hvað hann var að fara. Eftir stundar- þögn sagði hún: „Það hefur lík- lega verið af því að -— hún varð fyrir þesskonar kúgun“. „En — hvernig vitið þér það?“ spurði Weston. Christine varð vandræðaleg. „Ég veit það náttúrlega ekki fyrir víst“, sagði hún. „Ég — ég heyrði. dálítið“. „Viljið þér gera svo vel að út- skýra það nánar, frú Redfern“. „Ég — auðvitað ætlaði ég e,kki að hlusta eftir því“, sagði Christine og roðnaði. „Það eru tveir — nei, þrír dagar síðan. Við vorum að spila bridge“. Hún sneri sér að Poirot. „Þér munið eftir því. Maðurinn níinn og ég, Poirot og Rosamund Darnley. Ég lagði upp. Það var heitt og þungt loft í herberginu, svo ég skrapp út á meðan. Ég gekk niður að ströndinni og allt í einu heyrði ég samtal. Eg þekkti rödd Arlenu Stuart, sem HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.