Heimilisritið - 01.04.1948, Page 58

Heimilisritið - 01.04.1948, Page 58
Weston sagði: „Við höfum nú fundið sennilega ráðningii þeirr- ar gátu, hvers vegna frú Mars- hali fór út í Pixy Cove. En hitt er óráðið, hvern hún fór að hitta. Sennilega er það einhver sem býr í gistihúsinu. lin elsk- huga er ekki að ræða, en þá er að athuga hinn möguleikann". Hann tók gestabókina. „Ég held að óhætt sé að ganga fram hjá þjónum og vinnufólki. En þá ,er fyrst til að t aka Gardener, Barry majór, Horace Blatt og' séra Stephen Lane“. „Okkur er óhætt að strika Gardener út. Ilann var niðri á ströndinni allan mbrgumnn. Var það ekki, PoirotP“ Poirot svaraði: „Hann skrapp í burtu til að sækja hnykil fyrir konuna“. „Það má sleppa því“, sagði Coigate. „En hvað er um hina?“ spurði Weston. „Barry majór fór lit kiukkan tíu í morgun. Hann kom aftur hálf tvö. Séra Lané borðaði morgunvcrð um átta ieytið. Síð- an fór hann út óg kvaðst verða lengi að heiman. Horace Blatt fór út að sigia klukkan hálf tíu, eins og hann er vailiir. Enginn þeirra er kominn aftur". „Nú, út að sigla — ha?“ West- on varð bungbrýnn. „Jæja, hverjir eru þá fleiri? Latuin okk- ur sjá. Rosamund Darnley og ungfiú Brewster, sem var með Redfern, þegar þau fundu líkið. Hvemig er hún, Coigate?“ „Það er geðslegasti kven- maður“. „Hafði hún myndað sér nokkra skoðun um atburðinn?" Colgate hristi höfuðið. „Eg held að við fáum ekki frekari upplýsingar frá henni, en það má athuga það betur. Er ekki bezt. að við yfirheyrum amerísku hjónin?“ „Jú“, sagði Weston. „Það er bezt að við ljúkum því af“. ITI.. Gardeners-hjónin komu inn, bæði samtímis. Frú Gardener tók umsvifalaust til máis: „Ég*"vona að þér misskiljið ekki, herra lögreglustjóri, en sannast að segja hefur þetta tek- ið talsvert á taugar mínar, og inaðurinn minn lætur sér mjög annt um Iieilsu mína ...“ Odell Gardener skaut inn í: „Konan mín er mjög viðkvæm". Weston flýtti sér að segja: „Eftir því sem ég hef frétt vor- uð þið hjónin niðri á ströndinni í allan morgun'*. Aidrei þessu vant, varð Ödell Gardener á undan konu simii til svars. „Já, við vorum þar“. „Já, ég held nú það", sagði frú HEIMILI3RITIÐ 56

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.