Heimilisritið - 01.07.1948, Side 5

Heimilisritið - 01.07.1948, Side 5
sig. Fýrir Utan það er hún bezta kerling —, bezta kona, hún ínannna hennar. Ösköp trúuð, og vildi áreiðanlega öllum vel. Og þó voru þær svo ólíkar, gamla konan og dóttirin. Dóttirin vildi móður sinni hið bezta, og þeim kom svo vel saman, allt þangað tii, — þangað til fyrir nokkrum árum, er Lóa litla tók af sér flétt- urnar. Hvernig átti hún að ganga með uppsnúið hár undir tízku- hatti? Eða: Hvernig átti hún að' geta gengið í peysufötum? Drottinn minn! Og svo vildi hún mamma hennar, að hún leiddi sig í kirkju, helzt á hverjum sunnu- degi, í peysufatabúningi. Drott- inn minn dýri . . . Og kerlingin orðin líölt . .-. Þá var það sem hún fór að heiman. Hjónin, sem tóku við henni, létu hana fá ágætt her- bergi með miðstöðvarhita, og sól allan daginn, og Lóa litla sagði móður sinni, að það væri ólíkt betra fyrir sig að geta sofið í húsinu þar sem hún ynni. Gamla konan hugsaði sig um. Síðan lét hún undan, — með því skilyrði, að hún kæmi til hennar, dóttir- in, og hugsaði um móður sína, sem nú væri farin að eldast og hefði mikið fyrir hana gert. Öllu var lofað. Og Lóa litla sveik éngin loforð fyrst í stað. Hún kom næstum á hverju kvöldi, en smátt og smátt urðu komur hennar strjál- ari. Ilún fann ser svo margt ann- að til skenmitunar á kvöldin heldur en sitja hjá gamalli konu og hlusta á óhróður um „stúlk- ur nú til dngs“, sem voru af sama tagi og Sísí Valdemars eða Ranka Iitla, kunningjakonur hennar og beztu vinstúlkur í heimi. Og stundum spurði hún sjálfa sig að því, hvers vegna hún mamma hennar væri nií að þessu. Eins og hún vissi ekki, að stúlkur nii á tímum gætu alls ekki verið eins og stúlkur í gamla daga! Og svo bættist eitt við, sem var ennþá verra. Gamla konan tók óspart að setja út á dótturina, næstum því í hvert sinn sem þær hittust. „I hverju ertu, barn? — — Hvað hefurðu á höfðinu?-------- Þú ert þó ekki farin að mála þig og afmynda guðssköpun? — —“ Og svo framvegis. Þegar þetta fór að verða al- gengt til viðbótar við þunga dóma um „drengjakolla og hala- klipptar merar“, þá hætti Lóa litla að koma til móður sinnar á kvöldin. Smátt og smátt hætti henni að leiðast fjarveran frá þessari gömlu konu, og loks kom að því, að hún kunni bezt við sig, þeg- ar hún, sá hana sem sjaldnast. Hún fann til notalegrar kennd- ar í hinu nýja umhverfi, og einn HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.