Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.07.1948, Blaðsíða 13
ir því ennþá, hvað hafði skeð og hvar hún var nú stödd. Gamla konan spurði hana frétta. . .. „Það' er ósköp langt síðan þú hefur komið. Mildiríður litla“, sagði hún, „og eitthvað hlýturðu að geta sagt mér. . .. Hvernig líður þér, skinnið mitt? — sænii- lega er það ekki? — Þú hefur nú kannske mikið að gera?“ „Nei“.. Dóttirin svaraði ósköp lágt, og gamla konan horfði á hana í rökkrinu. „Liggur nokkuð illa á þér?“ Lóu fannst móðir sín aldrei hafa talað jafnhlýlega við hana frá því hún var barn. — Hrcim- urinn minnti hana á málróminn eins og hann var forðum; það var sami málrómurinn og hafði fegr- að og veitt innihald öllum hlýju huggunarorðunum, orðunum, sem jafnan veittu einhverja hjálp, þegar eitthvað var að. Lóa litla fann, að hún var í nærveru móður sinnar, og hvað eftir ann- að langað'i hana til að hrópa upp: „Guð veit, að ég er saklaus! Eg er engin hóra, mamma! Hann laug því!“ En hún stillti sig jafn- an á síðasta augnabliki. Hana langaði þó mest til þess að hlaupa upp um hálsinn á mömmu sinni eins og þegar hún var lítil, og segja henni allt sem henni lá þyngst á hjarta. Skjddi gamla konan vita nokkuð? Lík- lega ekki. Þegar Lóa heyrði mömmu sína spvrja sig að því, hvort henni liði illa, kipptist hún við. Ef hún segði nei, gæti hún ekki sagt henni neitt að svo búnu, — og móðir hennar myndi þá finnast hjálp sín vera of lítil og sjálf- sagt einskisvirð'i, þó að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Þess vegna varð bið á því, að Lóa svaraði. „Þú segir mér nú allt, Lóa mín“, sagði gamla konan þá. „Já-já“, flýtti dóttirin sér að svara. „Það hefur vonandi ekkert komið fyrir þig, gæzkan“, sagði gamla konan og viknaði, svo að hún varð að' strjúka hrufóttu handarbakinu um innfallin aug- un í ellimóðu andlitinu. „Eg bið guð alltaf fyrir þér, lóan litla, — seinast í gærkvöldi bað ég hann heitt og innilega, blessaðan himnaföðurinn. Hann sér og heyrir bænirnar, ef þær eru born- ar fram af heitu hjarta“. Þegar gamla konan minntist á það, að hún hefði beðið til guðs fyrir henni í gærkvöldi, runnu heit tár niður ungar kinnar dótt- urinnar. En þau sáust ekki. Myrkrið verndaði þau frá því að verða séð. Lóa sagði ekkert, en gamla konan hélt áfram. HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.