Heimilisritið - 01.07.1948, Síða 19

Heimilisritið - 01.07.1948, Síða 19
sem eru forfallnir ofdrykkju- menn. Það er erfitt að telja þá alla í sama flokki, því þeir hafa mismunandi drykkjuvenjur og mismunandi ástæður til að drekka. Sumir drekka „til að vera með“, þokast síðan æ lengra út á drykkjubrautina og lenda að lokum í þeirri hringrás, sem leiðir af sér stöðumissi, upp- lausn fjölskyldunnar og önnur vonbrigði, sem svo verðúr til þess að maður drekkur enn meira til að stramma sig upp og gleyma og svo framvegis Aðrir drekka veg-na sjúkleika, sem gerir þeim ókleift að horfast í augu við líf- ið eins og það er. Enn aðrir virð- ast hafa gefið allt upp á bátinn og reyna smám saman að drekka sig í hel. En um alla þessa of- drykkjumenn er sama máli að gegna að því leyti, að áfengið er þeim nauðsjm til þess að þeir orki að lifa. Það getur tekið' drykkjumann töluvert langan tíma að komast á þetta stig, en læknar telja að farið sér að halla undan fæti, þegar menn fara að vanrækja mikilsverð atriði, t. d. vinnu sína. Ofdrykkjumenn finnast hvar- vetna í þjóðfélagsstiganum og meðal allra kynþátta. Fólk af enskum, írskurn eða norður- landauppruna virðist yfirleitt hneigt til ofdrykkju, en Gyðing- ar og Italir virðast hins vegar einna sízt eiga það á hættu. Karlar eru langtum fleiri en konur, og það er áberandi fjöldi manna af báðum kynjum, sem eru „einkabörn“ og hafa verið of háð foreJdrunum. Um þetta komst Charles Jackson svo að orði: „Eg trúi því eindregið, að það sé sök foreldranna að' miklu leyti ef barn þeirra verður of- drykkjumaður. Eg á við for- eldra, sem annað hvort van- rækja börnin algerlega eða gæta þeirra allt of vel, svo að þegar barnið er orðið fullorðið er það að' vissu leyti barn ennþá, sem ekki er þess megnugt að mæta raunveruleikanum augliti til auglitis og leitar athvarfs í drylckjuskap“. — Ef við eigum að lýsa ofdrykkjumanni, tökum við fyrst, eftir sérplægni hans, óhæfni til að þola mótlæti og leiðindi, einskonar barnalegri hugsun um að hann eigi heimt- ingu á, að fá allt, sem hann ósk- ar sér, og litlum skilningi á til- finningum annarra. Þangað til fyrir skömmu síðan var því haldið fram, að eina lækningin fyrir áfengissjúkling væri að lækna sig sjálfur. Það var álitið, að sá sjúki yrði sjálf- ur að ákveða að' hætta að drekka, og gera það síðan ein- faldlega án eða með hjálp ann- arra. — Þetta var álíka og að lækna sig við malaríu án þess HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.