Heimilisritið - 01.07.1948, Page 27

Heimilisritið - 01.07.1948, Page 27
Elliots, liðlega handleggina og hendurna með svínaskinns- hönzkunum. Hvers vegna skyldi hann ekki hafa verið í herþjón- ustu? EFTIR tíma, sem mér fannst nær mánuði en tveimur klukku- stundum, fórum við aftur til klúbbsins. Cranfield hafði leikið ágæta vel. Hann bauð okkur glas af víni, en ég afþakkaði fyr- ir okkur bæði. Ef til vill var ég ókurteis, en ég gat ekki að því gert. Ég varð' að tala við Marcy. Við höfðum aldrei haldið neinu leyndu hvort fyrir öðru, og ég ætlaði að minnsta kosti ekki að valda því, að svo yrði nú. Cranfield fylgdi okkur að bílnum. Þegar ég var að ganga frá kylfunum skeði nokkuð, sem fékk mjög á mig. Mér varð litið um öxl. Það var aðeins snöggt tillit, en ég sá nóg. Þegar Cran- field hélt að ég sæi ekki til hans, tók hann samanbrotið bréf upp úr vasa sínum og rétti Marcy. Um leið sagði hann eitthvað, sem ég heyrði ekki. Marcy brosti og stakk bréfinu í jakkavasa' sinn. Þetta var allt og sumt, en nóg til að breyta heiminum í mínum augum. Cranfield rétti mér höndina til kveðju, en mig langaði til að berja hann í andlitið með' hnef- anum. En ég stillti mig, því ég HEIMILISRITIÐ veit, að ruddáskapur leiðir ekk- ert gott af sér og bætir ekki úr neinu. En þó gat ég ekki tekið í hönd hans. Ég horfði beint fram fyrir mig og sagði: „Við skulum komast af stað, Marcy“. Ég tók ekki eftir fegurð haustsins á heimleiðinni. Ég beið þess að Marcy gerði játningu sína, því hún gat ekki álitið mig svo heimskan að' sjá ekki hvers- kyns var. En hún sagði ekkert, en brosti til mín og raulaði lag. Þegar við komum inn, var ég búinn að missa þolinmæðina. Marcy stóð fyrir framan speg- ilinn. Ég gekk til hennar, og hún brosti við mynd minni í speglin- um. „Jæja, ástin“, sagði hún, „hvernig geðjast þér að Elliot Cranfield?“ Spurningin var það, sem mig vantaði. „Hann er yndislegur“, sagði ég með ísköldu háði í röddinni. „Ég gæti trúað, að hann sé afar aðlaðandi í augum kvenna“. Marcy virtist hugleiða þetta meðan hún athugaði sig vand- lega í speglinum. „Já, ég býst við því“, sagði hún svo. Hún sneri sér við og horfði beint í augu mér í fyrsta sinn þennan dag. Hún var alvar- leg, og ég vissi, að það, sem ég óttaðist mest, myndi nú dynja yfir mig. En ég vildi ljúka því 25

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.