Heimilisritið - 01.07.1948, Síða 48

Heimilisritið - 01.07.1948, Síða 48
ur skreiðist lafhræddur úti í fljótið. Ég hef aldrei heyrt getið um eitt einasta tilfelli undir slík- ur kringumstæðum, þar sem krókódíllinn snerist til varnar. ÉG ÆTLA að' segja frá hættulegum atburðum, sem ég lenti í, við krókódílaveiðar í Mið-Ameríku að næturlagi. Þeir staðfestu það, að ekki má skoða sig of öruggan, jafnvel þótt maður standi í báti með byssu í höndum. Ég hafði ákveðið' að ferðast til fljóts eins í Mið-Ameríku, sem ennþá liafði livorki verið rann- sakað né sýnt á landabréfi. Þeg- ar ég kom til Panama, lagði ég af stað á lítilli skútu, ásamt ungfrú Richmond Brown, innfæddum leiðsögumanni og vélameistara, áleiðis til fljótsins. Ég hafði spenntan framan á ennið, þannig útbúinn acetylen-lampa, að þeg- ar ég kveikti á honum og ljós- geislinn féll í augu einhvers skrið'dýrs eða rándýrs, endur- kastaði ljósbrotið frá sér hinum rauða lit augnanna, svo að þau lýstu eins og logarauðir glóðar- molar. A veiðum mínum á þessum dýrum í mörgum löndum jarð- arinnar, hef ég öðlazt þekkingu á venjum þeirra. Þegar við kom- um að hinu umrædda fljóti, ej7gði ég strax í flóðsefinu tvo 46 krókódílsunga, sem voru ný- skriðnir lit úr egginu. Ég tók annan og var rétt í þann veginn að ná í hinn, þegar ég heyrð’i hann gefa frá sér mjótt og sarg- andi þjalarhljóð. Þetta var ber- sýnilega neyðaróp, því að á næsta augnabliki Iieyrði ég busl og skvamp í flóðinu. Við höfðum farið á smábáti frá skútunni að flóðsefinu, til þess að skoð'a krókódílsungana. Þegar ég heyrði buslið, þreif ég riffilinn minn, enda mátti það ekki standa tæpara, því að nú kom krókódílamóðirin á eftir bátnum, ískrandi af bræði. Ég hleypti af samstundis, en hafði enga hugmynd um hvort skotið hefði liitt. Það hlýtur samt að hafa haft banvæna áhrif þegar í stað', því að dýrið hvarf, til allrar hamingju fyrir mig. Arás jafnkröftuglegrar og æðisgeng- innar ófreskju myndi hafa leitt til algerrar tortímingar fyrir mig og samfylgdarfólk mitt. Ég stýrði síðan bátnum með- fram sandrifinu með því að grípa i trjástofna og greinar. Skyndi- lega var eins og ég fengi hugboð um, að einhver hætta vofði yf- ir mér. Ég sneri mér snögglega við, og við skin aeetylen-lamp- ans, sá ég tvö rauð augu leiftra frá lágri grein, aðeins þrjú fet frá höfði rnínu. Riffillinn minn lá.í botni bátsins. Varfærnislega réttj HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.