Heimilisritið - 01.07.1948, Page 54

Heimilisritið - 01.07.1948, Page 54
áreiðanlegá kjósa dálítinn spenn- ing í hjónabandinu. Eg myndi ekkert liafa á móti svolitlu rifrildi stöku sinnum. Heldur það en sífellt sama, einhlið'a hvers- dagslífið". Hargreave hlustaði hæversk- lega á hann, en hristi brosandi höfuðið. „Annars finnst mér hjóna- bandið yfirleitt ekki vera sérlega eftirsólcnarvert“, hélt Scott á- fram. „Eg tek rómantísk skot fram yfir það. Ég er ekki „ham- ingjusamlega giftur“, eins og þér kallið það, á enga ættingja og aðeins fáa vini. En.það er ein persóna, sem elskar mig ein- göngu vegna mín sjálfs . .. ekki vegna hins þjóðfélagslega ör- yggis, sem ég get veitt. henni. Og ég elska hana. Hún er hrífandi, óútreiknanleg, órannsakanleg kona, sem sýnir mér þá ástúð og auðsveipni, er sérhver karlmaður hlýtur að gangast upp við . . . Reyndar gengur hún þarna á gangstéttinni, hinum megin við gráa bílinn þarna. Við liöfurn ráðgert að hittast rétt bráðum. Hversu lengi þetta varir okkar á nrilli veit hvorugt okkar. Þetta er ást án loforða eða skuldbind- inga“. Hargraeve leit í sömu átt og Scott. Augnaráð lrans varð star- andi og munnurinn opnaðist. „JiH“, hugsaði hann skelfingu lostinn, er hann sá að þetta var eiginkona hans sjálfs. „Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera?“ ENDIB Meðal sem hreif. ■ Smilh var afgreiðslumaður í l.vfjaverzlun einni í Ameríku. Iívöld eitt, skömmu fyrir lokun, kom Harris kunningi lians og bauð honum með sér í bíó. l>að var lítið að gera i búðinni, svo að Smith bað Harris um að lita eftir henni, á meðan hann brygði sér upp á Ioft til að hafa fataskipti. Að nokkrum mínútum liðnum kom hann niffur aftur og spurði Harris, hvort nokkur hefði komið á meðan. ,,Já“, svaraði Harris, „það kom maður og bað um hóstasaft". „Þú hefur þó vist ekki afgreitt hann?“ spurði Smith. „Jú“, svaraði Harris, „ég lét hann fá dálítið úr þessari flösku þarna“. „En góði bezti, þú hefur látið hann fá laxerolíu. Hún gagnar víst lítið við hóstanum", sagði Smith. „Jú, áreiðanlega", sagði Harris. „Þú sérð að hann stendur upp við ljósa- staur, þarna niður frá, og nú þorir hann ekki lengur að hósta". 52 heimilisritið

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.