Heimilisritið - 01.07.1948, Side 56

Heimilisritið - 01.07.1948, Side 56
sinni, út af árás — raunar var það óþokkapiltur sem hann átti við. Marshall hafði treyst hon- um, en hann brugðist. Það mun- aði víst minnstu að Marshall gengi af honum dauður. Hinn kærði þó ekki; hann hefur lík- lega ekki kært sig um að rótað væri upp í því máli. — Eg sel ekki þessa sögu dýrara en ég keypti“. „Það er þá álit yðar“, sagði Poirot, „að Marshall geti verið valdur að morðinu?“ „Nei, alls ekki. Það voru ekki mín orð. Eg vildi bara leiða at- hygli ykkar að því, að hann er þannig gerður, að liann getur misst stjórn á sér, þegar svo ber undir“. „Heyrið þér, Blatt“, sagði Poirot. „Það er ástæða til að ætla að frú Marshall hafi farið til Pixy Cove í morgun, í þeim tilgangi að hitta einhvern. Þér hafið engan grun um, hver það gæti verið?“ Blatt glotti. „Það þarf engum getum að því að le’iða. Það hefur áreiðan- lega verið Redfern“. „Það var ekki Redfern“. Þetta virtist koma Blatt mjög á óvart. Hann sagði hikandi. „Þá veit ég ekki — nei, ég get ekki ímyndað mér . . .“ Hann náði sér aftur á strik. „Ja — eins og’ ég sagði áðan, það var ekki ég; svo mikið er víst. Við skul- um sjá, hver gæti það verið? Varla Gardener; konan sér um að hann leiki ekki lausum hala. Barry? — óhugsandi! Varla get- ur það verið presturinn! Þó ég liafi reyndar séð hann gefa henni auga; í heilagri vandlætingu, að vísu, þó þar kunni kannske að leynast smeklcur fyrir hinu hold- lega. Flestir prestar eru hræsn- arar. Lásuð þér ekki um prest- inn og dóttur meðhjálparans, það var nýlega í blöðunum?“ Weston sagði þurrlega: „Yður kemur ekkert i hug, sem gæti leitt til skýringar á málinu?" „Nei, ég get ekki hugsað mér neitt. Þetta verður matur fyrir blöðin, gæti ég haldið! Það ætti að fara mesti ljóminn af Jolly Roger hótelinu. Já, Jolly Roger, það fær sína sögu!“ „Hafið þér ekki verið alls kostar ánægðir með dvöl yðar hér?“ spurði Poirot. „Ojú — það er að segja — maturinn og þjónustan er eins og það á að vera, og ég hef haft ánægju af bátnum mínum. En það er ekkert líf í tuskunum, þér skiljið. Fólk ætti að slá sér sam- an um einhvem gleðskap, á svona stað; en í staðinn fyrir það situr hver og krunkar í sínu horni, segir rétt, góðan daginn — og — gott veður í dag, engin 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.