Heimilisritið - 01.07.1948, Page 61

Heimilisritið - 01.07.1948, Page 61
Christine Redfern var hálf ut- an við sig. Porirot veitti því eft- irtekt, hvernig' hún fylgdi eftir hverri hrevfingu manns síns, seni gekk fram og aítur á pallinum fyrir framan barinn. En Poirot hafði engan áhuga á hjónabands- leyndarmélum, að þessu sinni. „Já, madame. Þér létuð nokk- ur orð falla um daginn, sem vöktu eftirtekt mína. Það var þegar lögreglustjórinn var að yf- irheyra vður. Þér skýrðuð frá því, að þér liefðuð farið inn í herbergi Lindu Marshalls, dag- inn sem morðið var framið. Þér kváðuð liana ekki hafa verið í herberginu, en komið fljótlega. Þá spurði lögregiustjórinn yður hvar hún hefði verið“. „Og ég sagði að hún hefði ver- ið í sjónum. Var það þetta, sem þér vilduð vita?“ „Það var nú ekki beinlínis þannig, sem þér komust að orði, heldur að hún hefði sagt . . “ „Er það ekki sama?“ „Nei, það er annað Það, hvernig þér tókuð til orða, sýnir sérstakt viðhorf. Linda var í baðslopp, þegar hún kom inn í herbergið, en samt, af einhverj- um ástæðum, voruð þér ekki trúaður á, að hún hefði farið í sjóinn. Þess vegna sögðuð þér: „Hún sagðist hafa farið í sjó- inn“. Hvað var það sem yður fannst athugavert?“ Christine gleýmdi Patrick, um stund, velti fyrir sér þessu atriði og sagði loks: „Ég held að það hafi verið þessi böggull, sem hún hafði meðferðis“. „Vitið þér livað var í bögglin- um?“ „Já, því bandið slitnaði — það voru kerti. Eg hjálpaði heritii að tína þau upp af gólfinu“. „Sagði Linda nokkuð um það, hvers vegna hún hefði kevpt þessi kerti?“ Christine hugsaði sig um. „Nei, ég held ekki. Hún hefur líklega ætlað að lesa við þau. Ég býst við að rafljósin hafi verið í ólagi“. „Nei, ekki var það. Hún hafði lampa við rúmið, sem var í full- komnu lagi“. „Þá veit ég ekki, hvað hún hefur ætlað með þau“. Poirot sagði: „Hvernig tók hún þessu — þegar bandið slitnaði og kertin duttu á gólfið? „Hún — fór hjá sér — það kom fát á hana“. „Sáuð þér nokkurt dagatal, inni hjá henni? Grænt dagatal?“ Christine hugsaði sig vandlega um. „Grænt dagatal — ljósgrænt — já, ég minnist þess að hafa séð það einhversstaðar, en ég man ekki fyrir víst, hvort það HEIMILISRITIÐ 59

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.