Heimilisritið - 01.05.1949, Side 28

Heimilisritið - 01.05.1949, Side 28
hlið á hjörum, sem einhver haf'ði endur fyrir löngu smíðað og ætl- að sem fataskáp. Eg liafði ekkert út á hann að setja sem slíkan, nema ef vera skyldi þá einkenni- legu og leyndardómsfullu til- hneigingu, sem hurðin á skápn- um virtist hafa til að opnast, enda þótt ég hefði ekki gert neina tilraun í þá átt. Þessu fylgdi jafnan ámátlegt ískur í þokkabót. Þetta var nú um herbergið mitt, þar sem tveir næstu þættir þessa ófullkomna ástarævintýris gerðust. Sá fyrri gerðist nokkrúm dög- um eftir að ég hafði farið með henni í bíó, og hófst með því að ég bauð henni heim til mín. Hún þáði boðið og kom á tilsettum tíma. Settist lnin á dívaninn við hlið mér, samt í hæfilegri fjar- lægð. Við héldum bæði að oklc- ur höndum og röbbuðum um hitt og annað, sem efst var á baugi þá. Ég gerði misheppnaða tilraun til að vera háfleygur í tali mínu og hélt mér lítt við jörðina! Og það gerðist sem sagt ekkert frekar. — Þegar hún var farin að óróast, fylgdi ég henni heim og kvaddi liana við tröppurnar með hand- arbandi. Fór ég svo heim og undi vel hag mínum. Þriðji þáttur kunningsskapar okkar, svo ég noti það orð, gerð- ist á sama stað og var atburða- röð’in mikið til hin sama og í fyrra skiptið. Við settumst á dívaninn, er hún hafði farið úr kápunni. Eg held jafnvel að mér sé óhætt að segja, að ég hafi set- ið nokkrum sentimetrum nær henni en í fyrra skiptið, er við sátum saman. Eg var í óvenju- góðu skapi og ákveðinn í að yf- irvinna alla feimni og jafnvel að láta til skarar skríða, ef svo mætti segja. Skipti það engum togum að ég lagði annan hand- legginn yfir um hana, þar sem hún sat og átti sér einskis ills von. Eg fann greinilega, hvernig hjartáð i mér hamaðist eins og allt væri fengið með því að dæla sem mestu blóðmagni út í lík- amann. Af því magni hlaut höf- uðið ríflegan skammt. Ég sá litla breytingu á henni, nema hvað hún brosti lítið eitt og gaut til mín hornauga með litlu, brúnu augunum sínum. — Það, sem mér fannst ég geta lesið út úr svipnum, var eitthvað á þessa leið: Jæja, þú ert þá lík- lega ekki eins mikil mannleysa og þú lítur út fyrir að vera. Ivannske það ætli að rætast úr þér. En hún sagði ekkert. Ég sagði lieldur ekkert, en fann, að ég varð nú annað hvort að duga eða drepast. Hér dugð’u engin vettlingatök. Hamingja mín var í veði, ef ég tæki ekki rétt á mál- 2(3 heimilisritið

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.