Heimilisritið - 01.05.1949, Síða 47

Heimilisritið - 01.05.1949, Síða 47
— Og hvað svo? — Eg valdi veg andans. Nú var Markús kúnstugur á svipinn, góndi þarna á lampann, allur meinskældur — en hvort var þetta ekki eins og kímni- vipra þarna í hægra munnvikinu á honum? — Þegar dró að jólunum, þá var það, að Matthías byrjaði að leggja sig eftir'Mörtu — en ein- mitt þá kevrði rallið úr öllu hófi. Eg held það hafi ekki unnið' mikið fyrir sjálft sig augna- lausu vikuna, kvenfólkið. Nú, helgidagana — það gat varla heitið, að unga fólkið svæfi . . . Jæja, ég var yfirgenginn, aldeil- is — og svo tók ég mig þá til og notaði hverja stund til að læra Fæðingarsálmana, Hvítur minn. — Ha — Fæðingarsálmana? Hún annna mín kenndi mér á þá gotneska letrið, og þó að ég væri ekki lengi að' læra það, þá ætluðu sálmarnir alveg að gera út af við mig. Ja, það hefur ver- ið jólaskemmtun hjá þér að læra þá! — Það var kannski ekki skemmtun, en það skyldi gert, og það var gert . . A þrett- ándanum kunni ég þá spjald- anna á milli. Og þá dreif ég mig af stað niður að Árskál. Þær systur voru náttúrlega úti, og húsbóndinn svaf upp í rúmi. Ég settist á tal við húsmóðurina. Hún minntist á, að ég væri ekki með unga fólkinu. Ég sagði, að reyndar þætti mér gaman að gleðskap, en syona hopp og hí væri mér ekki að skapi. Nei, hún sagðist hafa heyrt það sagt. En mér til vonbrigða heyrði ég það alls ekkert á henni, að hún metti þetta við mig. Ég gat ekki betur heyrt, en að hún héldi það fínt, þetta danshopp og spilverk, væri dannelsi í því, — væri víst tíðk- að hjá því heldra i kaupstöðun- um, sagði hún. Og ungt fólk, það væri nú eðlilega sólgið í það, sem fjör og kátína fvlgdi — svo þeg- ar þetta væri engin ósiðsemi, þá . . . Já, hún vildi sosum vera dönnuð og með máta frjálslvnd, kerlingarálkan — hvað er ég annars að segja — sú dyggða- og gæðakona . . . Jæja, ég sagði þá, að mér fyndist nær að grípa í sáhna, svona á hátíðisdögum að minnsta kosti, já, og sunnu- dögum. Jú, hún hélt það nú líka. En það væri nú svona með ungt fólk, það hugsaði svo lítið um svoleið'is, fengið einhvern veginn ekki þankann upp fyrir því andlega, væri víst eitthvert lífsins lögmál — það. Ja, ég sagðist nú segja fyrir mig: Bezta skemmtun mín væri allur skáld- skapur fyrir utan Amúratisrím- ur — vitaskuld — og svoleiðis. En enginn skáldskapur þætti mér betri en sumir sálmar — HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.