Heimilisritið - 01.10.1949, Page 8

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 8
sezt hann niður og fær svölun í grátinum. Aldrei framar mun hann sjá drottningu ævintýrsins fagra, aldrei framar heyra rödd henn- ar, aldrei framar sjá blik bláu augnanna, aldrei framar halda um hvítu litlu höndina, og aldrei framar kyssa rósrauðar varirn- ar. Minningin ein getur bætt hon- um missinn, og liann einsetur sér að varð'veita hana, unz dauð- lokar brám hans. NÚ VERÐA aftur hlutverka- skipti á bekknum undir sýrenu- trénu. Eins og gamli maðurinn vék áðan fyrir unga manninum, svo víkur ungi maðurinn nú fyrir öldungnum. Það er svo óralangt síðan, að sagan um drottningu ævintýrs- ins gerðist, að ungi maðurinn, sem grét hér ástmey sína á á bekknum forðum, er ekki leng- ur til. Þau bæði, drottning æv- intýrsins og hann, eru aðeins til í minningunni — í minningu hvíthærða öldungsins, sem situr þarna. Já, hingað' hefur hann komið á hverjum degi frá því veröldín myrkvaðist, því hér getur hann líka fundið skin bjartari daga. Hann þreytist aldrei á því að rekja vef minninganna. Þótt síð- asti þáttur þeirra sé blandinn beiskju og trega, getur hann ekki án þeirrar þjáningar verið. Hann fer líka alltaf yfir alla söguna, og fyrri hlutinn er honum fag- urt og ilmandi ævintýr, og það er einmitt sé hluti — ævintýrið sjálft, sem jafnvel enn í dag fvll- ir líf hans unaði og sælu. Jii, vissulega er hann ham- ingjunnar barn, að liafa eignazt þetta ævintýri — og drottningu þess. Svo stutt er ævi mannsins, að öldungnum finnst það ekki lengra en frá því í gær, er hún sat hér við lilið hans, og hann horfði í bláu augun hennar, og hélt um hvítu litlu höndina. Hann brosir mildilega við' þessari hugsun, og augnaráðið verður hlýtt og innilegt. Svo klappar hann mjúklega á bakið á bekknum, þar sem stúlkan hans hallaðist upp að því forð- um. Loks stendur gamli maðurinn upp, þegar skuggann af sýrenu- trénu ber á bekkinn, og hann gengur í áttina til borgarinnar. Stundu síðar er hann kominn niður á laufhvelfdu götuna; —• horfinn þar í iðandi mannhafið. Og hvern skyldi gruna, að þessi bogni, hvíthærði öldungur sé að' koma af stefnumóti við ævintýradrottninguna fögru? ENDIR 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.