Heimilisritið - 01.10.1949, Page 12

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 12
Þegar honum lánaðist að höggva sterklegum tönnunum í einhvern gráliðann, sem sat og góndi upp í loftið, dró hann hann á eftir sér að vatnsþrónni, losaði sig úr ofboðslegum faðmlögum hans með því að neyta tann- anna, og hratt honum síðan í vatnið. Hann ýtti höfði fórnar- dýrsins undir vatnsborðið, leyfði því síðan að' gleypa dálítið af lofti, sneri við því bakinu og rölti spölkorn frá þrónni, en kom svo aftur mátulega snemma til að kaffæra vesalinginn á nýjan leik. Rauðliðinn fór nú að sýna ýmis loddarabrögð, snarsnerist um sjálfan sig, rólaði sér í hringnum, og renndi sér niður að þrónni á síðustu stundu. Þeg- ar grái apinn var loks drukkn- aður, lagðist rauðliðinn endi- fangur á þakmæninn í leiðindum sínum, eða hann kleif upp í tréð og hristi nakið lim þess með sterklegum örmunum. Gráöpunum fækkaði óðum. Skelfing þeirra breyttist í ör- vilnun. Hinir rauðliðarnir fóru að dæmi foringja síns. Þeir gerðu leifurárásir á þessa skinhoruðú, örvæntingarfullu vesalinga, brutust inn í hús þeirra, rændu þá matnum, skaðbitu hendur þeirra og rifu af þeim hárið í stórum flykksum, svo þeir urðu brátt sköllóttir. Gráliðunum fækkaði, en rauða ættkvíslin jók kyn sitt og bjó við alls- nægtir. Forstjóri dýragarðsins upp- götvaði um seinan, að gráaparn- ir voru að deyja út. Hann komst ekki að því fyrr en vatnþróin var hreinsuð og vatninu hleypt úr henni. Eftirlitsmennirnir fengu harðar ákúrur, og þeir, sem eftir lifðu af gráöpunum, voru íluttir úr apaþorpinu í sér- stakt búr. Hér fengu þeir rífleg- an mat, og á búrið var fest spjald, sem hið latneska heiti þeirra var letrað á. Ivona eins eftirlitsmannsins fékk leyfi til að selja baunir og hnetur við hliðina á búrinu. Konan hafði af þessu dálitlar tekjur, einkum um helgar, og dýragarðurinn naut góðs af þeim sparnaði, sem af þessu leiddi hvað fóðrun ap- anna áhrærði. Þegar tímar liðu fram og ap- arnir voru aftur orðnir feitir og pattaralegir, voru menn ekki á eitt sáttir, hvort gráliðarnir myndu enn eftir apaþorpinu, sinni glötuðu ættjörð. Þeir virtu sem áður aðkomufólkið fyrir sér sínum samlægu augum, þáðu öhnusur og fitjuðu upp á trýnið. Og án þess að blygðast sín gerðu þeir fyrir allra augum það, sem hinni lifandi eftirmynd manns- ins er áskapað að gera. ENDIÍÍ 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.