Heimilisritið - 01.10.1949, Side 16

Heimilisritið - 01.10.1949, Side 16
kaffidrykkju, sagði hún upp úr þurru: „Mér hefur dottið nokk- uð í hug, Páll! Hvað myndirðu segja ef ég opnaði verzlun í Hösterby? Það ættu að vera sömu skilyrðin þar eins og hér, og tekjur okkar myndu tvöfald- ast með tvær verzlanir“. „Já, en Anna“, andmælti Páll. „Eg sé þig næstum aldrei. Og ef þú opnar nýja verzlun ertu horf- in mér að' fullu og öllu. Ég kýs miklu fremur að vera án pening- anna. . . .“ „Ef ég sé um hana sjálf fyrsta árið, get ég ráðið verzlunarstjóra, sem annast hana að öllu leyti eftir það“, sagði Anna. HANN SETTIST hjá henni og lagði handlegginn um mitti hennar. „Þú ert víst orðin fyrir- vinnan á heimilinu, elskan mín“, sagði hann hilcandi og strauk hár hennar. „Það er ekki rétt“, sagði hún. „En ég hef svo gaman af þessu, Páll. Þú getur ímyndað þér, hvort það er ekki spennandi; og hugsaðu þér bara hvað verzlun- in hefur verið okkur mikil stoð hingað til. Engir ógreiddir reikn- ingar framar — og ánægjan af að geta hjálpað Lillu og þér!“ „Já, en þetta þreytir þig svo mikið“, sagði Páll hógværlega. „Og þú hefur engan tíma til að sinna okkur. . . .“ „Það er ekki svoleiðis þreyta“, andmælti hún. „Og ég sé þó allt- af einhvern árangur af starfi mínu. Það er ekki eins og að þvo upp þrisvar á dag og verða þó aldrei laus“. Um vorið opnaði hún nýja verzlun í nágrannabænum. Hún réði unga og áreiðanlega stúlku til að gæta hennar og ók sjálf í bifreið þangað út eftir nokkrum sinnum í viku. Nýja verzlunin gekk prýði- lega strax frá upphafi. Það var ekkert vafamál, að Anna var gædd sjötta skilningarvitinu, livað viðvék tízkusmekk ungra stúlkna. LTLLA ÓX og dafnaði og var óaðskiljanleg frá föður sínum. Anna fann stundum til einmana- kenndar í félagsskap þeirra, en hún bægði þeirri tilfinningu jafn- óðum frá sér. Dag nokkurn stakk Páll upp á því að halda smásamkvæmi fyrir kunningja Lillu. Henni hafði svo oft verið boðið heim til þeirra. „Nei“, sagði Anna hvassmælt, er hún hafði svipazt um dag- stofuna, sem henni hafði á und- anförnum árum ekki unnizt tími til að fegra eins og hana langaði. „Við getum ekki boðið kunn- ingjum Lillu hingað. ...“ „En Anna mín“, hrópaði Páll, 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.