Heimilisritið - 01.10.1949, Page 17
„nú blygðast ég mín sannarlega
fyrir þig“.
„Við verðum að eignast snot-
urt einbýlishús, Páll, þangað
sem Lilla getur boðið kunningj-
um sínum heim, þegar hana
langar til, og þar sem umhverfið
hæfir henni betur“.
Nokkrum dögum síðar kom
Lilla þjótandi heim. „Hvað er
þetta með Tellers-húsið? Ég
heyri að við éigum að flytja
þangað“.
„Það er líka rétt“, sagði Anna
glaðlega.
En þegar Páll stóð í dyrum
nýja hússins og sá öll nýju hús-
gögnin, kunni hann ekki al-
menni’ega við sig. ..TTér er allt of
fínt fyrir fátækan kennara“,
sagði hann.
„Ekkert í heiminum er of fínt
fyrir þig“, sagði Anna og kyssti
hann.
Hann endurgalt kossinn og
horfði djúpt í augu hennar. Það
var eins og hann leitaði þar ein-
hvers, sem hann saknaði. . ..
Dag nokkurn kom Páll inn í
verzlunina og skýrði frá því, að
nú hefði hann aftur fengið launa-
hækkun. Gætu þau nú ekki kom-
izt af án verzlunarinnar í Höst-
erby?
„Það er óhugsandi“, sagði
Anna, sem var að festa hnapp á
einn kjólinn. „T fyrsta lagi þurf-
um við að borga af húsinu og
húsgögnunúm, og í öðru lagi
þarftu að' fá þér nýjan frakka“.
„Eg vil heldur vera án þess
alls en þín, Anna“, sagði hann
hógværlega.
Hún brosti. ,,Þú þarft hvorugs
að vera án, elskan mín“, sagði
hún.
Lilla ætlaði að halda veizlu.
Það var Anna, sem hvatti hana
til þess. Telpan vildi helzt hliðra
sér hjá því, en Anna sagði, að
nú, þegar þau hefðu eignazt
svona skemmtilegt heimili, þá
yrði Lilla að bjóða kunningjum
sinum heim. Að lokum lét Lilla
að vilja hennar, og veizlan var
bæði fín og dýr. Eftir veizluna
togaðist varla orð úr LiUu, og
Anna varð fyrir sárum vonbrigð-
um.
OG SVO VAR það dag einn,
að ungur maður snaraðist inn í
verzlunina. Hann var hár og vel
búinn, og augu hans voru grá og
greindarleg. Það kom Ijóst fram
af því, sem hann sagði, að hann
þekkti vel til verzlunarinnar, og
nú kom hann með tillögu. Hvað
segði hún um, að þau opnuðu
sameiginlega verzlanir í ýmsum
bæjum? Hann var sannfærður
um, að það yrði mjög gróðavæn-
legt. Hún átti að sjá um inn-
kaupin, en hann skyldi taka að
sér bókhaldið og ráða verzTunar-
stjóra og afgreiðslufólk. Hann
HEIMILISRITIÐ
15