Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 22

Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 22
ann“. Þetta sagði einn merkasti bóndinn í nágrenninu. „Gætirðu stjórnað litlu drátt- arvélinni þarna?“ Eg fór með hann að dvergvélinni minni, þeirri einu, sem stjórnin leyfði mér. Claude lyfti hlífinni og leit á vélina, athugað'i gangskipting- una og sagði síðan rólega: „Afar einföld vél, herra. Já, ég get stjórnað henni og gert við hana líka“. „Þú sagðir gert við hana?“ „Já. Eg lauk námskeiði í með- ferð véla síðastliðið vor. En auð- vitað myndi ég ekki reyna að' sjóð'a saman brotinn stimpil“. „Hvaða smurningsolíu mynd- irðu nota á þessa dráttarvél?“ Eg reyndi að slá hann út af lag- inu. „Aðeins nr. 30 og þá beztu sem fæst“. Jæja, það var hárrétt, skratta- kollur litli. Eg var í þann veg- inn að spyrja hann um fleira, þegar hann sneri spilinu við. - „Iívað viljið þér borga mér, herra?“ „Eg hef ætíð borgað Mexíkön- um þrjátíu sent um tímann. Það er að' segja, fullorðnum mönn- um. Og ég borgaði einu sinni IMexíkódreng tuttugu, en hann var ekki þess virði. Þú ættir að vera eins mikils virði og Mexíkó- maður“. „Ames borgaði mér sjötíu sent um tímann. Það var fyrir tveimur árum“. Hann horfði festulega á mig. „Hafi ég verið þess virði þá, ætti ég að vera meira virði nú. Nú get ég gert við dráttarvélar. Og ég er mikið' sterkari en þá“. „Eg þarf að hugsa þetta í nokkra klukkutíma“, sagði ég. „Hvernig væri að þú ynnir dálít- ið meðan ég íhuga, hvort ég hef ráð á að borga þér sjötíu sent um tímann“. „Þér hafið ekki ráð á því“, sagði þessa vera úr öðrum heimi. „Þér fáið aðeins tvö sent fyrir pundið' af bannunum, sem ég tíni. Þér tapið þremur eða fjór- um sentum á hverju pundi. Þér fáið ef til vill fjögur sent f'yrir tómatana. Þér tapið hálfn senti eða svo á pundinu. Þér mynduð tapa, jafnvel þótt þér hefðuð Mexíkana í vinnu fyrir þrjátíu sent um tímann“. „Hvað myndir þú leggja til?“ tautaði ég. „O, gefa allt draslið hverjum þeim, sem nennir að tina það sjálfur. Gefa birgðamálaráð'u- neytinu það, eða hjálpræðishern- um. Eg vil ekki hafa af yður pen- inga. Eg myndi skammast mín. Jæja, ég vona að þér fáið betra verð næsta ár. Verið þér sælir“. Já, þarna fer hann upp veg- inn, næstum horfinn sýnum. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.