Heimilisritið - 01.10.1949, Page 30

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 30
mundi Viktor allt í einu eftir því, að hann hafði mælt sér mót við' einhvern mann vegna áríð- andi málefnis. Aldrei hafði hann verið jafnlíkur dólgi í kvikmynd og þegar hann kvaddi þau og fór. „Eg skil bara ekki hvers vegna hann kom með þig hingað“, sagð'i Linda. Georg var háalvarlegur á svipinn, en það var glettnis- glampi í brúnu augunum hans. „Hann hélt að við myndum verða eins og hver önnur fífl. Ekki gat hann rennt grun í, að við værum svona góðir vinir, ha?“ Og Linda sagði jafnalvarleg: „Ég er svo fegin, að við' skyl'dum hittast aftur“. ENDIR Halldóra B. BJÖRNSSON: GEKK ÉG ÚT í SKÓGINN Gekk ég út í skóginn, þar sem skugga bar á. Heyrði ég ótal ævintýr álfunum hjá. Hlusta ég við hamrana; húmar á fjallastig. Það fegursta er eftir enn og á að vera um þig. Það er enn þá ósagt hjá álfunum geymt, en bráðum hef ég heyrt það eitt — hinum öllum gleymt. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.