Heimilisritið - 01.10.1949, Page 31

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 31
SáljrœðUeg aðferð við að velja sér maka — og tryggja sér hamingjutamt hjónahand. „Elskar hann þig?“ Grein eftir vísindamanninn PAUL PAPENOE „HVERNIG getur stúlka sagt um, hvort karlmaður elsk- ar hana í raun og veru?“ spyr Lára. „Georg segist elska mig, og mig langar að trúa honum — en, einhvern veginn er ég ekki viss um það. Hvernig get ég orðið' það?“ Þetta er algeng spurning og ég held, að Lára og allar að'rar stúlkur, sem eiga við svipað vandamál að etja, geti svarað henni, ef þær gera sér ljóst, að ást er ekki annað hvort allt eða ekkert. Hún er til í margs konar blæbrigðum og samsett úr mörgum þáttum, sem geta verið til staðar af mismunandi stvrk- leika, en ég ætla einungis að ræða tvo þeirra — mögulega ást Georgs til Láru, og örugga ást hans á sjálfum sér. Fyrsta spurningin er sú, hvort Georg sé fær um að elska nohlc- urn annan en sjálfan sig. Spurn- ingin var vel orðuð í vísu, sem var vinsæl fyrir um það bil einni öld: „Eg elska stúlkur fyr- ir að elska mig, en sjálfan mig elska ég mest“. Margir menn (og konur) gætu tekið undir þetta af fullri hreinskilni. Líf Georgs kann að vera þrungið heitri ást, en ef það er einnngis ást á sjálfum honum, ef hann elskar Láru aðeins vegna þess, að hún fær hann til að elska sjálfan sig heitar en nokk- ur önnur stúlka, er hún ekki öf- undsverð af sínu hlutskipti. Þeg- ar henni finnst, með orð'um ann- arrar dálítið nýrri vísu, að ha-na „langaði í ofurlitla ást öðru hvoru“, myndi hún ekki fá neitt. svar. Georg mun hugsa, og vafa- laust segja, að hún sé síngjörn, hann verður ólundarfullur, og og hún mun verða að sætta sig það hlutskipti að bera vatn fyr- ir fílinn. Það eru mörg hjónabönd, þar sem ástin er öll á aðra hliðina. Hún elskar hann, hann elskar sjálfan sig, eð'a þveröfugt. Sum slík hjónabönd eru hamingju- söm um stundarsakir, en þegar HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.