Heimilisritið - 01.10.1949, Page 34

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 34
síðan bætist einn hjónaskilnað- ur við. Lára getur ekki vænzt þess, að Georg elski hana nema hún sé ástarverð. Það er tvennt, sem kemur til greina í því sam- bandi. Er hún ástarverð fyrir nokkurn? Ef svo er ekki, er mál- ið augljóst, því að hún getur ekki vænzt þess, að Georg elski hana, ef enginn getur það. Þess vegna hef ég bætt við öðrum einkunnalista, og eftir honum getur stúlka, löngu fyrir giftingu, ákvarðað, hvort hún er ástar- verð stúlka eða ekki. Ef hún fær ekki nema meðal einkunn eftir þessu kerfi, ætti hún að' gera sér ærlegt far um að bæta sjálfa sig. Með því að samkeppnin er hörð, ætti Lára ekki að láta sér nægja meðaleinkunn. Hún ætti að gera sér far um að ráða bót á göllum sínum, unz hún lcemst langt fram úr meðallagi. ENDIR Eklci að hennar geðþótta. Hún: — Þegar ég kynnist karlmanni, sem mér geðjaðst ekki að, segist ég alltaf eiga heima á Akranesi. Hann: — En hvar eigið þér heima? Hún: — A Akranesi. fívnr var livað? GuSmundur bóndi: — Hórna er mynd af mér með verðlaunanhitinn. Þekk- irðu mig? Jón bóndi: — Ja — ert þaö ekki þú, sá með hattinnP Var hann orðinn haltur? Prófessorinn (á gangi með vini sínum, lækninum): „Eg skil ekkert í því, að ég er allt í einu orðinn svona voðalega haltur. Getur það verið sinadráttur?“ Læknirinn: „Góði prófessor. Sjáið þér ekki, að þér gangið með annan fótinn niðri í göturennunni?“ „Og annar elti“. Lögregluþjónn: „Þér megið ekki fara með þennan hund þarna inn“. Maðurinn: „Eg á ekkert í honum. Lögregluþjónninn. „Hann fylgir yður þó eftir“. Maðurinn: „Já, það gerið þér nú lika, og ekki veit ég til að ég eigi neitt í yður“. 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.