Heimilisritið - 01.10.1949, Page 37

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 37
orðura við hann. Það le'it lit fyr- ir að hann hefði spurt hana ein- hvers, en hún hristi höfuðið og gekk út. Eg sat aleinn við borðið mitt, og þar sem ég hafði ekkert ann- að skemmtilegra til þess að að drepa tímann með, tók ég að hlusta á það sem sagt var í kring- um mig. Tveir karlmenn, ei sátu fyrir aftan mig, töluðust \úð, all- háurn rómi. „Hún er „köld“, finnst mér“, sagði annar þeirra. „Að hugsa sér, að hún skuli láta sjá sig hér, þar sem hún hlýtur að vita, að' annar hver maður þekkir hana“. „Hún er náttúrlega frelsinu fegin“. „Já, en livers vegna er hún þá svona niðurbeygð? Hvers vegna fer hún ekki til baðstrandar Suður-Frakklands og glevmir öllu saman? Lastu frásagnirnar um yfirheyrzlurnar?“ „Já, hvert einasta orð. Ég hef alltaf álitið, að hún væri sek“. „Eg líka“, samsinnti hinn. „Eini agnúinn er bara sá, að til- efnið virðist ekki hafa verið fyr- ir hendi. Holden var máske for- fallinn drykkjumaður, en ég held að hann hafi ekki vanrækt eiginkonu sína, eð'a verið henni vondur. Þau sáust oft saman á almannafæri, og ákærandinn gat ekki bendlað nokkurn karlmann við frú Holden. Hún er jafn „köld“ og hún er falleg“. Eg sat sérstaklega lengi yfir morgunverðinum mínum þenn- an dag, og um leið og ég sá Louis fara inn í skrifstofuna sína, elti ég hann. „Louis“, sagði ég. „Mig lang- aði til þess að tala dálítið við yður um frú Vallency“. „Hvað er það sem yður langar til þess að vita, Lyson majór?“ „Það' er tvennt, sem ég ekki skil“, játaði ég. „Það fyrra er: Hvers vegna hún heldur sig svona oft hérna, þar sem svo margir þekkja hana? Það síðara er: Hvers vegna var hún ákærð? Ég var í Egyptalandi, þegar málið var tekið fyrir, eins og þér vitið, og þess vegna veit ég afar lítið um þetta“. LOUIS SAT með kaffibolla fyrir framan sig; hann hrærði vandlega í honum. Því næst sagð'i hann: „Þegar þeir ákærðu hana, var það víst sökum þess, að' þeir gátu ekki komið auga á neinn annan, er hægt var að kasta grun á. Holden, sem var list- málari, hafði ekki sem bezt orð á sér og hafði lent í mörgum leið- inlegum ævintýrum með stúlk- um þeim, er unnu hjá honum sem fyrirmyndir. En það var tæplega nógu veigamikil ástæða HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.