Heimilisritið - 01.10.1949, Page 40

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 40
hafði tekist að- komast hjá því að særa hana. Hún leit alvöru- þrungin á mig, og svaraði: „Allir halda að ég sé sek . . . en ég er ekki sek. Einhvers stað- ar hér á jörðu er þá manneskju að f'inna, sem skaut eiginmann minn. Eg ætla mér að hafa hend- ur í hári þeirrar manneskju“. „En fyrst þér vitið ekkert um hinn seka, hvernig getið þér þá þekkt hann, ef þér sjáið hann?“ Hún þagði; loksins sagði hún mjög hægt og seinlega: „Eg sá, eitt stutt augnablik, manni bregða fyrir, er opnaði götudyrnar að garðinum og gekk í áttina til vinnustofunnar, þetta örlagaríka kvöld. Það var dá- lítið sérstakt við útlit þessa manns. Ég held að' ég muni þekkja hann, þegar ég sé hann“. „H vers vegna sögðuð þér ekki frá þessu í réttinum?“ „I fyrsta lagi vegna þess, að það hljómar ósennilega. I öðru lagi vegna þess, að ég gat ekki gert það opinskátt, þar sem ég hafði þagað yfir því við fyrstu yfirheyrzlurnar. Maðurinn, sem ég sá, var náfölur, með svart hár, og var í svartri yfirhöfn sem hann hélt að sér í hálsinn. Hann var með svartan, barðastóran hatt, sem hann lét slúta niður yfir ennið. Ef ég hefði lýst slík- um manni við yfirheyrzlurnar, myndi hver einasta manneskja hafa haldið, að ég hefði lesið of marga reyfara“. „Þér hefðuð þó getað trúað verjanda yðar fyrir því?“ „Það gerði ég einmitt. Hann glápti vantrúarfullur á mig, og það var mér nóg til þess, að varðveita leyndarmál mitt vand- lega, þaðan í frá. En þér haf’ið sjálfir séð, við hvaða borð ég sit í veitingasalnum á hverjum degi; það er rétt hjá dýrunum. Eg sé hvern mann vel, sem kem- ur inn eða bara afhendir föt sín í fatageymsluna. Tvæmi maður, klæddur eins og ég lief lýst fyr- ir yður, gæti ég strax veitt hon- um eftirför. Skiljið þér nú, að framkoma mín er ekki með öllu tilgangslaus, Lyson majór?“ „Já, ég skil það. Hafið þér komið auga á þann sem þér leit- ið að?“ Hún hristi höfuðið. „Og h\rersu lengi ætlið þér að bíða?“ „Þangað til ég finn hann. Menn segja, að allt mannkynið' fari, fyrr eða síðar, í gegnum for- dyr Hótel Milano . . . við skulum vona að það sé sannleikur“. Eg sat þögull. Hún greip inni- lega um handlegginn á mér, og sagði: „Þetta hérna, segið þér eng- um?“ „Auðvitað ekki. En — fyrir- gefið mér, frú Vallency — væri 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.