Heimilisritið - 01.10.1949, Side 55

Heimilisritið - 01.10.1949, Side 55
En hún gekk nær honum og lagði hönd sína á hönd hans, en hann hafði látið hana hvíla á stólbaki. „Marcia, gerðu þetta ekki!“ „Ég má til!“ sagði hún og kipraði augun. „Ég má til að koma við þig, Fergus, til þess að finna, að það sé í raun og veru þú. Ég hef aldrei verið svona áður, en ég hef heldur aldrei ver- ið svona ástfangin .. „Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja,“ sagði hann hvasslega, en dró samt ekki höndina til sín. Henni fannst hún titra ofurlítið og hún færði sér strax í nyt sigur sinn. „Fergus, geturðu ekki komið héðan núna?“ „Ekki strax. Ég verð að vera við höndina, þegar sjúklingurinn vaknar“. „Ertu svo laus?“ „}á, en það ert þú ekki. Ég hef gott minni, Marcia. Þú átt að taka þátt í góðgerðasýningu í kvöld og á eftir ætl- arðu með félögum þínum til E1 Pancho. Þú sagðir mér þetta í síðustu viku“. „Já — í síðustu viku!“ sagði hún stutt í spuna. „Hlustaðu nú á mig, Marcia. Ég hef cngan rétt til að eyðileggja áform þín og ætla ekki heldur að gera það. Þess vegna skaltu fara heim og gleyma því, að ég er til — þangað til ég hringi í þig“- „Þú crt þegar búinn að eyðileggja allt, allt“, muldraði hún. „Ég hef ekki framar ánægju af neinu, sem mér þótti gaman að áður. Ég finn ekkert bragð af matnum, mér þykir ekkert varið í áfengi, og mér leiðist fólk. Ó, Fergus, hvað eigum við að gera?“ Hún horfði á hann eins og þrjózkulegt barn, það var gremja í augum hennar og varirn- ar titruðu. „Marcia, gerðu nú eins og ég hef ’sagt. Farðu nú, ég skal hitta þig seinna". „Heima?“ „Já! Við getum farið og borðað ein- hvers staðar saman“. Hann hló, en var óstyrkur. „Þér mun þykja gaman að heyra það, Marcia, að ég er hræddur við þig, af því að ég hef ekki við þér •—• ég skil þig ekki einu sinni“. „Ástin mín .. Hún tók töskuna sína og hanzkana og gekk framhjá honum og ilmurinn frá henni lék um vit hans. Hún sneri sér við í dyrunum og leit enn einu sinni á hann. „Þú heyrðir það, sem ég sagði, var það ekki? Ástin mín . ..“ „Jú, ég heyrði það“, sagði hann, strangur á svipinn. „Ágætt — hugsaðu þá um það!“ Hann stóð kyrr eftir að hún var far- in. Og svo — rétt á eftir kom Allison inn. „Góðan daginn, Fergus“. „Ó, Allison“, sagði hann annars hug- ar, „góðan daginn'1. MARCIU VAR svölun í því og á- nægja að segja Dick, að hún efaðist urn, að hún myndi nokkurn tíma giftast honum og hann gæti sjálfur ráðið, hvort hann færi áfram með hana á skemmti- staði eða ekki. „Nú, málum er þannig háttað“, sagði hann og hnyklaði brúnirnar. Hann var alls ekki ljótur, þegar hann var ekki í slæmu skapi. Hann var hár og krafta- legur og alltaf reiðubúinn, þegar þurfti HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.