Heimilisritið - 01.10.1949, Page 58

Heimilisritið - 01.10.1949, Page 58
í hlýrri aprílsólinni. Trén voru nýlaufg- uð og börnin léku sér snöggklædd. Hún kom að bekk og settist á hann og naut þess að vera ein. Að baki hennar var hin mikla spítalabygging, þar sem lífið gekk sinn vanagang. Sennilega var Fergus á ferðinni um stofurnar, og ef til vill var bíll stúlkunnar fyrir utan og beið eftir honum. En þessa stuttu stund var Allison laus við þetta allt .. . Og þá heyrði hún allt í einu rödd hans. „Er vorið nú líka búið að ná tökum á þér, Allison? Það er ekki þér líkt! “ sagði hann. „Má ég kynna ykkur, Marcia Lord — og Marcia, þetta er Allison Reed“, sagði Fergus óþvingað. „Við vitum eig- inlega næstum of mikið hvort um ann- að, er það ekki satt, Allison?“ „Við höfum hitzt áður", sagði Mar- cia og kinkaði koili, „en ég hafði ekki hugmynd um, að ungfrú Reed væri pcrsónulegur vinur þinn“. „Þér gætuð alveg eins sagt, að ég sé persónulegur óvinur hans“, sagði Alli- son og ætlaði með því að rcyna að taka upp létt hjal eins og hin. „Við Fergus höfum alltaf rifizt“. „En alltaf í góðu“, sagði hann. „Það er alveg satt“, sagði hún. Marcia var klædd frakka, er var al- veg í stíl við kjólinn, sem hún var í. Allison fylltist skyndilega biturleik við hugsunin um það, að auðvitað ætti Marcia kápur, sem ættu við alla henn- ar kjóla — að hún hefði ekki hugmynd um erfiðleikana við að velja kjóla alltaf við sömu kápuna, og fá eins gott út úr öllu saman og mögulegt var. I vor — eins og á síðastliðnu vori — hafði Alli- son valið sína í venjulegum, dökkblá- um lit. „Mig langar alltaf út í náttúruna á þessum tíma árs“, sagði Marcia, „og þess vcgna teymdi ég Fergus hingað á eyrunum, bókstaflega talað! Hann hef- ur falleg cyru, finnst yður það ekki líka?“ „Dásamleg!“ „Ég er viss um, Marcia, að þú segir þetta við alla karlmenn, sem þú ert með“. Allison hafði ekki séð Fergus þann- ig í mörg ár. Hann var í góðu skapi, stríðinn og gamansamur — eins og ung- ur læknanemi. Og þetta hafði mikil á- hrif á hana, því að hún mundi vel eft- ir, hvemig hann var á stúdentsárunum. „Jæja, ég verð að fara“, flýtti hún sér að segja. „Matmálstími minn er ná- kvæmlega klukkutími og ég er ekki farin að borða". „Borðaðu með okkur“, sagði Fergus. ,,Við erum á lcið í veitingastofu spítal- ans“. „Þakka þér fyrir, en . . „Ekkert ,en‘ — þú kemur!“ Og gegn vilja sínum fylgdist hún með þeim. ALLISON HAFÐI aðeins einu sinni áður borðað í veitingastofu spítalans, en hún var fræg fyrir góðan mat. En það var alltof dýr rnatur fyrir Ailison. Hún varð að borða ódýran mat, annars hafði hún ekki efnj á að fara eins oft í hárgreiðslustofuna og henni fannst hún þurfa. Allison og Fergus völdu dagverðinn, en Marcia pantaði eftir matseðlinum. „Guði sé lof, að ég er ekki feit, því 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.