Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 62

Heimilisritið - 01.10.1949, Síða 62
hún kveið fyrir að vera í spítalanum í marga mánuði í viðbót. „Þú skalt koma því svo fyrir, að þú getir losnað þaðan eftir mánuð, þá get- um við farið eitthvað saman“, sagði faðir hennar. ,,Þú veizt það, pabbi, að það myndi vera óskynsamlegt af okkur að gera það, en mér finnst afskaplega elskulegt af þér að stinga upp á þessu. Hef ég ekki gleymt að segja þér það að undanförnu, hve þú ert elskulegur, pabbi?“ Hún gat þraukað þann tírna, sem eftir var, fyrst hún hafði þraukað fram að þessu. Það kæmi upp í vana. En um kvöldið fór hún — það var eins og henni væri sagt að gera það — að heimsækja móður Fergusar. Hún átti ekki gott með það, þó að henni á hinn bóginn væri ljúfsár gleði að því að horfa í augu, sem voru mjög lík augum Fergusar og hafa þetta andlit fynr sér, sem minnti á hann. Wyatt læknir var í sjúkravitjun og Amy var ekki heldur heima, svo að frú Wyatt var ein. Þær töluðu fyrst um alla heima og geyrna, en síðan sagði Allison henni frá vinnunni, sem hún átti í vændum, í þeiri von, að það bærist til Fergusar. „Og nú er loksins útlit fyrir, að ég komist á hina grænu grein“, sagði Alli- son. „Faðir minn álítur, að það sé rétt fyrir mig að nota tækifærið. Það er eng- in framtíð fyrir mig í spítalanum". Hún var forviða á því, að skuggi færðist yfir andlit frú Wyatt. „Mér þykir þetta leitt, Allison, en auðvitað hefur þú á réttu að standa". „Leitt?“ „Já, það er nú svo. Mér hefur þótt vænt um að vita af þér með Fergusi". Hún gat ekkert sagt við þessu, ekk- ert, sem gat þurrkað burt áhyggjurnar í augum móður Fergusar. Það var ckki hlutverk Allisons að segja henni frá Marciu Lord. Ef til vill gat hún sér til — hún jafnvel hlaut að gera það — ástæðuna fyrir því, að Fergus kom svona sjaldan heim núna. Hann hafði öðrum hnöppum að hneppa, svo langt frá þessari litlu götu sem Marcia var fram- andi þessu umhverfi. Þær horfðu hvor á aðra. En hann hefur - ekki gleymt móður sinni, hugsaði Allison. Hann er að safna pcmngum til þess að geta keypt handa henni hluti, sem hún kærir sig ekki um lengur. „Hvernig er það með áætlun ykkar hjónanna? Ætlið þið í ferðalagið?" Elísabet Wyatt brosti, án nokkurs biturleika. „Ég er nærri hætt að gera áætlanir, Allison. Það er svo margt, sem skeður í þessari fjölskyldu“. Framh. í næsta hefti. Verðlaunasamkeppnin um landslið knattspyrnumanna. Eins og kunnugt er kepptu Islendingar og Danir í knattsp.yrnu, 7. ágúst s. 1. og töpuiíu okkar menn með 5:1. I tilefni af leik þessum efndi Heimilisritið til verð- launakeppni, og áttu menn að reyna að gizka rétt á. hverjir valdir yrðu í lið okk- ar. Aðeins einn maður sendi rétta tilgátu og var það Haraldur Jónasson, Skaftahlið 11. Verðlaunin, sem hann hlýtur, eru 36 næstu hefti af Heimilisritinu. 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.