Heimilisritið - 01.10.1951, Side 5

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 5
gift, verður þú að losna við Jeevcs.“ Það var á þessu stigi málsins, að ég kippti til sleifinni og sendi sex kartöfl- ur, ljúffengustu tegundar, í loftköstum yfir á hliðarborðið, svo að Spenser glápti á eftir þeim eins og gamall og glöggur sporhundur. „Losna við Jeeves!“ stundi ég. „Já, mér fellur hann ekki.“ „Mér fellur hann ckki,“ sagði Agata frænka. „En það get ég ekki. Ég meina — nú, ég kæmist ekki af einn dag án Jeeves." „Þú verður að gera það,“ sagði Hon- oría. „Mér fellur hann alls ekki.“ „Mér fellur hann alls ekki,“ sagði Agata frænka. „Og hefur aldrei." Ofboðslegt, eða hvað? Mig hefur allt- af grunað, að gifting væri einskonar hreingerning, en aldrei hefði mig órað fyrir, að hún krefðist slíkrar hræðilegr- ar fórnar. Eg sat í sljórri leiðslu það sem eftir var borðhaldsins. Meiningin hafði verið, ef ég man rétt, að eftir hádegisverð fylgdi ég Hon- oríu sem einskonar léttadrengur í búðar- göngu niður Regcntstræti, en þegar hún stóð upp og byrjaði að safna sam- an hafurtaski sínu og mér, stanzaði Agata frænka hana. „Þú ferð, góða mín,“ sagði hún. „Ég þarf að tala nokkur orð við Berta.“ Svo Honoría arkaði út, en Agata frænka færði stól sinn nær mér og hóf mál sitt. „Berti,“ sagði hún, „Honoría bless- unin veit það ekki, en það er komið lítilsháttar babb í bátinn varðandi gift- ingu ykkar." „Svei mér! Þú segir ekki?“ sagði ég og sá vonarglætu. „Og það er ekkert alvarlegt, auðvit- að. Það er einungis dálítið ergilegt. Þannig er, að sir Roderick er orðinn fremur erfiður viðfangs." „Finnst ég ekki efnilegur? Vill leysa upp líminguna? Jæja, máske er það rétt há honum.“ „Vertu nú ekki með þessa fjarstæðu, Berti. Það er ekkert svo alvarlcgt. En ævistarf sir Rodericks er þess eðlis, að það hefur því miður gert hann — yfir sig varfærinn." Ég var ekki með. „Yfir sig varfærinn?“ „Já. Ég býst við það sé óhjákvæmi- legt. Taugasjúkdómasérfræðingur með hans miklu reynslu kemst varla hjá því að líta mannkynið tortryggnisaugum.“ Nú sá ég hvcrt hún fór. Sir Roderick Glossop, faðir Honoríu, cr alltaf kallað- ur taugasjúkdómasérfræðingur, af því það lætur betur í eyrum, en allir vita að hann er einskonar kleppslæknir. Ég á við, þegar frændi þinn, hertoginn, fer að gefa sig, og þú kemur að honum í bláu stofunni, stingandi hálmi í hárið á sér, þá er Glossop gamli fyrsti maður, sem þú sendir eftir. Hann tví- stígur í kringum sjúklinginn og skoðar hann hátt og lágt, talar um ofspennt taugakerfi, og ráðleggur algerlega hvíld og einveru og allt það. Svo til hver ein- asta tiginborin fjölskylda { landinu hef- ur einhverntíma sent eftir honum, og ég býst við, að þetta starf — ég meina, að þurfa sífellt að halda fólki meðan nán- ustu ástvinir hringja til læknisins og biðja um að senda vagninn — komi manni til að líta á meðbræður sína með tortryggum augum. OKTÓBER, 1951 3

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.