Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 6

Heimilisritið - 01.10.1951, Síða 6
„Þú meinar að hann álíti, að ég kunni að vera bilaður, og kæri sig ekki um bilaðan tengdason?" sagði ég. Agata frænka virtist helzt gröm yfir skilningsskerpu minni. „Auðvitað hugsar hann sér ekki ncina slíka fjarstæðu. Ég sagði þér, að hann væri blátt áfram afar varfærinn. Hann vill fullvissa sjálfan sig um, að þú sért öldungis normal." Nú þagnaði hún, því Spcnser kom inn með kaffið. Þegar hann fór, hélt hún áfram: „Hann virð- ist hafa heyrt ávæning af einhverri frá- leitri sögu um, að þú hafir hnindið Oswald syni hans í vatnið hjá Dittcr- edge höll. Ötrúlcgt, auðvitað. Jafnvcl þú myndir ekki gcra annað cins.“ „Ja, ég hallaðist svona upp að hon- um, þú skilur, og hann stakkst út af brúnni." „Oswald sakar þig statt og stöðugt um að hafa hmndið sér í vatnið. Það hcfur gert Rodcrick órótt og því miður komið honum til að leita upplýsinga, og hann hefur frétt um Hcnry, vesa- linginn, föðurbróður þinn.“ Hún leit á mig með töluvcrðum há- tíðleik, og ég saup alvarlcga á kaffinu. Við vorum scm sé að gægjast inn í fjöl- skylduskápinn og líta á gömlu, góðu bcinagrindina. Henry sálugi föðurbróð- ir, þú skilur, var einskonar blettur á skjaldarmerki Woosterættarinnar. Bezti náungi inn við beinið, og mér var sér- lega vel við hann, því hann hafði ætíð verið greiðugur á aura við mig, þegar ég var í skóla; en á því er enginn vafi; hann gerði stundum ýmislegt skrítið, hafði til dæmis ellefu kanínur í svefn- hcrberginu sínu, og ég geri ráð fyrir, að strangt tckið hafi hann verið með meira eða rninna lausa skrúfu. Og hrein- skilnislega sagt, hann rann skeiðið á enda, hamingjusamur til hinsta dags og öldungis umkringdur kanínum á ein- hvers konar hæli. „Það er auðvitað fráleitt,“ hélt Agata frænka áfram. „Ef einhver af ættinni hefði erft sérsinni Henrys aumingjans — og það var ckkcrt annað né meira — hefðu það orðið Claudc og Eustace, og skarpari drengir cru vart til.“ Claude og Eustace vom tvíburar, og höfðu vcrið með mér í unglingaskóla. Þegar ég rifjaði það upp, fannst mér sem „skarpir" væri einmitt orðið. Allt skólamisscrið hafði farið í að bjarga þeim úr einlægum kli'pum og óknyttavand- ræðum. Sjáðu bara hvað vel þcim gengur í Oxford. Ernily fékk bréf frá Claude urn daginn, og hann sagði, að þeir von- uðust brátt ti! að verða valdir í afar merkilcgan háskólaklúbb, scm nefndist „Lcitcndurnir." „Lcitendurnir"? Ég mundi ckki cftir neinum slíkum klúbb á mínum tíma í Oxford. „Að hvcrju leita þeir?“ „Claude gat þess ekki. Sannleikanum eða Viskunni, brzt ég við. Þetta er ber- sýnilega afar mcrkur klúbbur og heiður að tilheyra honum, því Claude gat þess, að Rainsby lávarður, sonur hertogans af Datchet, væri cinn af umsækendun- um. En nú erum við komin frá aðal- atriðinu, sem er það, að sir Roderick langar til að tala við þig í næði alein- an. Nú treysti ég þér, Bcrti, til að vera, ég segi ekki skynsamur, cn þó að minnsta kosti skynsamlegur. Ekki að flissa bjánalega, og reyndu að forðast þetta frosna ýsuaugnaráð; geispaðu 4 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.