Heimilisritið - 01.10.1951, Page 7

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 7
ckki cða fitlaðu; og mundu, að sir Ro- derick er formaður í félagi, scm vinnur á móti fjárhættuspilum og veðmálum, svo minnstu ekki á veðreiðar. Hann ætlar að borða mcð þér hádegisverð í íbúð þinni kl. hálf tvö á morgun. Mundu, að hann bragðar ekki vín, er mjög á móti reykingum, borðar ekki nema einfaldasta mat, vegna meltingar- truflana. Bjóddu honum ekki kaffi, því hann álítur það orsök helmings allra taugatruflana í veröldinni." „Ég myndi halda, að hundakex og vatnsglas væri svona um það bil mátu- legt, ha?“ „Berti!“ „O, a!lt í lagi. Bara spaug.“ „Það eru nú einmitt svona lagaðar fábjánalegar athugasemdir, sem eru til þess fallnar að vekja verstu grunsemd- ir hjá sir Roderick. Reyndu að forðast hverskonar galgopaskap við hann. Hann er afar alvörugefinn maður .... Ertu að fara? Jæja, mundu nú allt, sem ég hef sagt þér. Ég treysti þér, og ef eitthvað fer illa, skal ég aldrei fyrirgefa þér.“ „Allt í lagi!“ Og svo heim, og mátti heldur hlakka til morgundagsins. ÉG BORÐAÐI árbít seint næsta morgun og fékk mér svo göngu á efrir. Mér fannst ég verða að gera allt, sem í mínu valdi stóð til að hreinsa til í koll- inum, sem venjulega er heldur drunga- legur framan af dcgi. Ég var kominn til Hyde Park Corner, þegar einhver þrjótur sló mig milli herðablaðanna. Það var Eustace, frændi minn. Hann leiddi tvo aðra náunga í arm, annar var Claude frændi, hinn var rjóður náungi með Ijóst hár og afsakandi svip. „Berti, gamli draugur!” sagði Eustace elskulega. „Halló,“ sagði ég, ekki geysilega kát- ur. „Hugsa sér að rekast á þig, eina manninn í London, sem getur veitt okkur eins og við á. Heyrðu annars, hefurðu nokkurntíma hitt ■ gamla Hundshaus, eða hvað? Hundshaus, þetta er Berti frændi. Rainsby lávarð- ur —- hr. Wooster. Við vorum rétt að koma hciman frá þér, Berti. Sárleg von- brigði, að þú skyldir ekki vera heima, en gamli Jeeves tók vel á móti okkur. Sá maður er afbragð, Bcrti. Haltu þér við hann.“ „Hvað eruð þið að gera í London?“ spurði ég. „O, við erum hér bara í dag. Snögg hejmsókn, öldungis óopinber. Við renn- um heim með kl. þrjú-tíu lestinni. Og nú, hvað um hádegisverðinn, sem þú varst svo almennilegur að bjóða okkur upp á, hvar skal það vera? Ritz? Savoy? Carlton? Þessir staðir eru allir við okk- ar hæfi.“ „Ég get ekki boðið ykkur. Ég þarf sjálfur að mæta til hádegisverðar. Og svei mér þá,“ sagði ég og leit á úrið, „ég er orðinn of seinn.“ Ég veifaði í bíl. „Því miður.“ „Okkar á milli þá,“ sagði Eustace, „lánaðu okkur fimm pund.“ Ég hafði ekki tíma til að þjarka. Ég dró upp fimmkallinn og stökk upp í bílinn. Klukkuna vantaði tuttugu mín- útur í tvö, þegar ég kom heim. Ég þaut inn í stofu, en þar var enginn. Jeeves leit inn. „Sir Roderick er ekki kominn ennþá, OKTÓBER, 1951 5

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.