Heimilisritið - 01.10.1951, Page 12

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 12
þá bara fiskinn og hattinn." Ég fór að fá skömm á piltinum. „Settuð þér fiskófétið þar líka?“ „Nei, Eustace átti hann. Hattinn átti Claude." Ég hné máttlaus niður í stól. „Heyrið mér, þér gætuð víst ekki út- skýrt þetta nánar, eða hvað?“ sagði ég. Pilturinn glápti á mig allundrandi. „Hvað, vitið þér það ckki? Hvað þá!“ Hann roðnaði um allan helming. „Nú, ef þér vitið ekkert um það, er ég ekkert hissa, þó yður finnist allt þetta skrítið." „Skríríð, var orðið.“ „Það var handa Leitendunum, þér skiljið." „Leitendunum?" „Heldur blóðugur klúbbur í Oxford, þér skiljið, sem mig og frændur þína langar heldur að komast í. Maður verð- ur að hnupla einhverju, þér skiljið, ríl að vera kjörgengur. Einskonar minja- grip, þér skiljið. Hjálm af lögregluþjóni, eða dyrahamri eða citthvað, þér skiljið. Salurinn er skreyttur með hlutunum á árshátíðinni, og allir halda ræður og allt svoleiðis. Heldur fjörugt! Jæja, við vild- um helzt leggja okkur fram um að gera þetta í fínum stíl, ef þér skiljið, svo við komum til London til að aðgæta, hvort við gætum ekki náð í eitthvað dálítið óvenjulegt. Og við vorum furðulega heppnjr strax frá byrjun. Claude frændi yðar gat nappað virðulegan pípuhatt út úr bíl, og Eustace frændi yðar komst yf- ir álitlegan lax eða eitthvað hjá Harrod, og ég nappaði þrjá prýðilega ketti, allt á fyrsta klukkutímanum. Við vorum afar hreyknir, get ég sagt yður. Og þá kom vandinn að geyma hlutina, þangað til lestin færj. Maður er svo an- kanalegur, þér skiljið, að þvælast um London með fisk og hóp af köttum. Og svo mundi Enstace eftir yður, og við komum allir hingað í bíl. Þér vor- uð úti, en þjónninn sagði það væri allt í lagi. Þegar við hittum yður, voruð þér á svo hraðri ferð, að við höfðum ekki tíma til að skýra frá þessu. Jæja, ég lield ég taki hatrínn, ef yður er sama.“ „Hann er farinn.“ „Farinn?“ „Náunginn, sem þið nöppuðuð hann frá, var einmitt maðurinn, sem borðaði hádegisverð hér. Hann tók hattinn." „Ó, svoleiðis! Vesalings Claude verð- ur leiður yfir því. Jæja, en hvað um ófétis laxinn eða eitthvað?" „Vilduð þér líta á leifarnar?" Hann virtist alveg niðurbeygður, þegar hann sá viðurstyggðina. „Ég efast um, að stjórnarnefndin myndi taka við þessu,“ sagði hann dap- urlega. „Það er ekki mikið eftir af honum, ha?“ „Kettirnir átu hitt.“ Hann andvarpaði þungan. „Engir kettir, enginn fiskur, enginn hattur. Við höfum haft allt erfiðið fyrir ekkert. Mér finnst það sannarlega hart! Og ofan á það allt — hérna, mér þykir sárt að biðja yður, en þér gætuð" víst ekki lánað mér tíu pund, eða hvað?“ „Tíu pund? Til hvers?“ „Jú, sannleikurinn er sá, að ég verð að skreppa og leysa Claude og Eustace út. Þeir voru settir inn.“" „Setrír inn!“ „Já. Þér sjáið, bæði af kæti yfir því að hafa nappað hattinn og laxinn eða eitthvað, að því svo viðbættu að við drukkum dálítið með hádegismatnum, 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.