Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.10.1951, Blaðsíða 13
gcngu þeir eiginlcga fram af sjálfum sér, blessaðir drengirnir, og reyndu að nappa vörubíl. Bjánalegt, auðvitað, því ég fæ ekki séð, hvernig þeir hefðu átt að koma honum til Oxford og sýna stjórnarnefndinni hann. En það varð engu tauti við þá komið, og þegar bíl- stjórinn fór að malda í móinn, varð úr þessu þjark, og Claude og Eustace kúldrast núna, meira eða minna aumir, í Vínstrætislögreglustöð, þangað til ég kcm og leysi þá út. Svo ef þér gætuð misst tíkall — Ó, þakka yður fyrir. Það hefði verið afleitt að láta þá dúsa þarna, ha? Ég meina, þcir eru báðir slíkir á- gætis náungar, þér vitið. Ollum er vel við þá í skólanum. Þeir eru afar vin- sælir.“ „Ég get trúað því!“ sagði ég. ÞEGAR Jeeves kom til baka, beið ég hans á mottunni. Ég þurfti að tala við þrjótinn. „Jæja?“ sagði ég. „Sir Rodcrick spurði mig margra spurninga, herra, um venjur yðar og líferni, og ég svaraði þcim með varúð." „Mér er sama um það. En ég vil fá að vita, hvers vegna þú útskýrðir ekki allt fyrir honum í byrjun? Eitt orð frá þér hefði komið öllu í lag.“ „Já, herra.“ „Nú fer hann og heldur, að ég sé geggjaður." „Mér kæmi ekki á óvart, eftir tal hans við mig, herra, þó slík hugsun hefði gert vart við sig hjá honum.“ Ég ætlaði að segja miklu meira, en þá hringdi síminn. Jccves svaraði. „Nei, frú, hr. Wooster er ekki hcima. Nei, frú, ég veit ckki hvenær hann muni koma. Nei, frú, hann skildi ekki eftir nein boð. Já, frú, ég mun láta hann vita.“ Hann lagði frá sér símann. „Frú Gregson, hcrra.“ Agata frænka! Ég hafði átt von á því. Alltaf síðan hádegisverðurinn fór út um þúfur, hafði skuggi hennar hangið ið yfír mér, svo að segja. „Veit hún allt? Nú þcgar?“ „Mér skilst, að sir Roderick hafi talað við hana í síma, herra, og —“ „Engar brúðkaupsbjöllur fyrir mig, ha?“ Jeeves ræskti sig. „Frú Gregson trúði mér ekki beinlín- is fyrir því, hcrra, en ég get hugsað mér, að eittlrvað slíkt kunni að hafa borið á góma. Hún virtist áberandi æst, herra.“ Það er skritið, en ég hafði verið svo hrjáður af gamla skarfinum og köttun- um og fiskinum og hattínum og öllu því, að bjarta hlið málsjns hafði alls ekki birzt mér fyrr en nú. Svei mér þá, það var eins og þungt bjarg ylti ofan af mér! Ég rak upp gól af einskærum feginleik. „Jecves," sagði ég, „ég held þú hafir staðið bak við þetta allt! “ „Herra?“ „Ég held þú hafir haft hönd í bagga með gangi málsins frá byrjun.“ „Jæja, herra. En Spenser, þjónn frú Gregsons, sem komst ekki hjá að heyra sumt af samræðum ykkar, þegar þér borðuðuð hádegisverð þar, minntist á nokkur atriði við mig, og ég játa, þó það sé ef til vill djarft af mér að segja það, að ég vonaði, að eitthvað yrði til að hindra hjónabandið. Ég efast um, að ungfrúin hefði orðið kona við yðar hæfi, OKTÓBER, 1951 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.