Heimilisritið - 01.10.1951, Page 15

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 15
Smágrein, eftir S. Schelde-Möller, um dásamlegasta vökva jarðarinnar — MJÓLK og nýjustu, vísindalegar rannsóknir, sem gerðar hafa verið varðandi hana. FRÁ ALDA öðli hafa menn vitað, að mjólkin er einn af töfravökvum náttúrunnar, en nú fyrst á síðustu áratugum hefur komið verulegur skriður á mjólkurrannsóknirnar. Ástæð- an er auðvitað sú, að mörg lönd hafa ekki næga mjólk handa sífjölgandi íbúum sínum, og á ýmsan hátt hafa menn reynt að auka framleiðsluna — til dæmis með því að gefa kúnum tilbúna hvata (syntetiska hor- móna) eða eggjahvítuefni, blönduð joði. Fyrir fáeinum árum uppgötv- uðu enskir og ástralskir vísinda- menn, að einnig er hægt að auka nyt kúnna með því að fóðra þær á sérstökum smára og öðrum grastegundum, sem innihalda hormóna.. Uppgötv- unin var gerð í Ástralíu, þar sem menn veittu því athygli, að viss smárategund innihélt svo mikið af hormónum, að fengju dýrin nægilegt magn af þeim, orsökuðu þessir hormón- ar einnig mjólkurmyndun hjá nautum! Þetta var raunar fyr- irbæri, sem menn höfðu vitað til áður, því amerískum hor- mónakönnuði, dr. Oscar Riddle, hafði fyrir mörgum árum tek- izt að fá högna til að mjólka, með því að sprauta í hann hor- móninu prolaktin. Það kom þó mjög á óvart, að smári skyldi innihalda hormóna, og nú hafa verið hafnar afar víðtækar rannsóknir í Englandi, Afríku og Ástralíu. Aukin mjólkurdrykkja síð- ustu ára á fyrst og fremst rót sína að rekja til stríðsins. Amer- ískur læknir og mjólkurfræð- ingur, dr. Bernard Spur, hefur vakið athygli á, að hermennirn- ir hafi fljótt lært að meta mjólkina sem alhliða fæðuteg- und, og þegar þeir svo komu heim frá vígstöðvunum, gátu OKTÓBER, 1951 13

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.