Heimilisritið - 01.10.1951, Page 22

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 22
verið rýmd fyrir hann og Fay ásamt læknum þeim og hjúkr- unarfólkij sem önnuðust barnið. Og þannig var spítalinn orð- inn aðalmiðstöð liins mikla bað'mullarhrings Prescotts, sem umlukti alla veröldina. ÞEGAR LETTIE nálgaðist rúmið, hreyfði barnið sig lítið eitt. Lettie ieit niður til hennar og hugsaði um gærdaginn, rétt áður en Fay hafði verið færð inn í uppskurðarstofuna. „Nú ætlar Leroy læknir að gefa þér dálítið til þess að' lykta af!“ útskýrði Ken Prescott fyrir henni. „Og þegar þú svo vaknar aftur, verðurðu næstum orðin heilbrigð, Fay!“ „Ertu viss um að ég valcni aftur?“ spurði Fay. „Auðvitað!“ svaraði Iven. Prófessor Leroy hafði sagt hon- um, að Fay myndi aldrei geta gengið framar ef skurðaðgerðin færi ekki fram. Aðgerðin var fólgin í mænustungu, sem var vafasöm og hættuleg, en var þó eini möguleikinn til þess að barnið gæti öðlast heilbrigði sína á ný. Og auk þess mátti hann lofa hamingjuna fyrir, að hún var enn tæpra tólf ára gömul, því þeim mun eldri sem hún yrði, þegar aðgerðin færi fram, því hæpnari vrði árangurinn. „Eg er ekki hrædd við að vera svæfð, ef ég bara vakna aftur!“ sagði Fay djarflega. „En pabbi . . . verður Lettie hjá mér?“ „Já, Lettie ... ég á við, ung- frú Carter verður hjá þér!“ „Lettie er væn og góð! Hún biður kvöldbænirnar með mér, pabbi!“ Það varð stutt þögn, og Iven strauk blíðlega yfir hina dökku lokka dóttur sinnar. „Ilvað ætlarðu að gefa mér, ef ég passa að verða heilbrigð aftur?“ spurði Fay og gerði sitt ítrasta til þess að sýnast kát. „Eg skal gefa þér hvað sem þér dettur í hug að fara fram á!“ svaraði Iven Prescott mjög al- varlegur í bragði, en sló svo yfir í léttara hjal. „Eg byrja strax að safna fyrir því“. „O, nei! Það er ekki neitt, sem hægt er að kaupa!“ sagði Fay og gaut augunum flóttalega til Lettie. „hlaður fœr það bara!“ „Hvað er nú það, Fay?“ spurði faðir liennar. „Jæja-nú, Fay! Nú hefur þú talað allt of lengi!“ sagði Lettie og reyndi að leiða hana af. „Það er ég, sem þreyti hana!“ sagði Ken Prescott afsakandi. „Það var hugsunarleysi af mér. Góða nótt, Fay ... og ég skal svo sannarlega útvega þér það!“ bætti hann við' um leið og hann gekk út úr dyrunum. 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.