Heimilisritið - 01.10.1951, Side 33

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 33
hugsað um hann, ég svaf ekki alla nóttina og hugsaði stöðugt um vasaklútinn í lófa hans. Hversu brennheit hafði ekki þessi hönd verið, þegar hann kvaddi mig. Og enn var hann með tár í augum, þegar hann skildi við mig. Það var þá til maður, söng hjartað í mér, sem ekki leit á ástina eins og hé- gómlegan leik, það var til dreyminn riddari, eins og sá, sem ég hafði þráð. Því maður, sem metur vasaklút ástmeyjar- innar svo mikils, að hann biður um klútinn með tárvot augu, hversu máttug hlýtur ekki ást hans að vera, og hjarta hans stórt! Seinna giftumst við og urðum afar hamingjusöm." „HVERNIG ÉG kynntist kon- unni minni?“ spurði Robert og hló ánægjulega. „Jú, það er ekki merkileg saga. Ég var í garðboði og hafði hroðalegt nasakvef, sem kom tárunum fram í augun á mér. í tilbót hafði ég gleymt vasaklútnum mínum og bað unga stúlku að lána mér sinn. En segið ekki orð um það við konuna mína, hún er nefnilega svo rómantísk, og hefur buið sér til sögu, sem hún er afar hrifin af og ánægð með.“ ENDIS ÞAÐ ER MISMUNANDI AÐ BÚA í AMERÍKU „Hvernig líkar dóttur yðar að búa í Ameríku?“ spurði Bandaríkja- maður enska konu, sem var nýkomin frá Englandi: „Henni finnst dásamlcgt hérna,“ svaraði konan ánægð á svip. „Hún er gift ungum Ameríkumanni, og hann hjálpar henni við húsverkin, hann vaskar upp, hann situr heima og gærir litla barnsins, þcgar hún þarf að fara eitthvað út. — Það er ekkert, sem hann gerir ekki fyrir hana.“ „En hvernig líður syni yðar?“ „Ó, veslings drengurinn hefur það alveg hræðilegt. Hann er kvænt- ur amerískri stúlku — og hann verður að hjálpa henni við húsverkin, vaska upp og sitja heima yfir baminu, þegar hún fer út að skemmta sér. Hann verður að gera bókstaflega allt fyrir hana.“ OKTÓBER, 1951 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.