Heimilisritið - 01.10.1951, Page 45

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 45
hann cr að líkindum ekki heldur ör- uggur með sjálfan sig og vildi gjarnan hafa eins gott jafnvægi og þú. — Hann mun sjálfsagt öfunda þig af ýmsu. Það skaltu hafa í huga, í stað þess að öf- unda hann. Þú hcfur ýmislegt, sem þú gætir verið hreykin(n) af. Líttu á veiku hliðar annarra, til þess að þér veitist auðveldara að byggja upp sjálfsvirðingu þína, en ekki í aðfinnslu augnamiði. Hafðu það hugfast, að á einhvcrju sviði stendurðu öðrum framar. Þegar þú brýtur hcilann um það, hvernig þér gangi, og hefur áhyggjur út af framtíðinni, skaltu hugleiða sigra þína og afrek, fremur en mistök þín, sem verða á vegi allra. Oll mikilmenni hafa gert sig sek um mörg frumhlaup — og hví skyldir þú láta það verða þér að falli, þótt þú misstígir þig nokkrum sinnum? FREKNUR Svar til „Tótu" o. fl: — Það kostar mikla þolinmæði að ná af sér freknum. Brintyfirilti og sítrónusafi eru áhrifa- rík meðul til þcirra hluta, en hættu- minna fyrir húðina er þó að nota agúrkusafa. Nuddaðu þá húðina dag- lega með sneið af nýrri agúrku. Fegr- unarstofurnar hafa fleiri ráð, ef þú spyrð eftir þcim, auk þess geturðu hul- ið freknurnar með „pancakc" eða ein- faldlega mcð kremi og púðri. SVÖR TIL ÝMSRA Til „FáfróÓrar": — Sjálfsagt ert þú ekki ein um það, að hafa þjáðst af ást- arskorti. Stúlka, sem hefur tvo yfir tví- tugt, hcfur vcnjulega orðið ástfangin, þótt ekki sé nema af einhverjum draumaprinsi. Hinsvegar þarf það ekki að vera neitt óeðlilegt, eins og þú kallar það, þótt þú hafir ekki enn orðið ást- fangin. Um ,,samkynshncigðina“ get ég ekki rætt að sinni. Megrunarpillur fást í lyfjabúðum, ef þú vilt fara þá leið. Til „Kellu": — Hárrot cr algengt eft- ir mikil vcikindi, en kjarngóður mat- ur, ásamt járn- og maltlyfjum styrkir hárvöxtinn aftur. Gott er að nudda hár- svörðinn 2—3 í viku upp úr eftirfar- andi blöndu: 2 tesk. laxcrolíu, 2 tesk. glyserin og 2 tesk. vínandi (má vera brennsluspíritus). Til „GráhærSrar": — Það er því mið- ur ekkert fyrir þig né aðra að gera, sem verða gráhærðir snemma, nema að láta lita hárið. Og það skaltu ekki gera sjálf, hcldur fá reynda og vandvirka hár- greiðslukonu til þess. Til „Tveggfa /5 ára": — Þið eigið alls ekki að ansa strákum, scm kalla í ykkur úti á götu. Það er hlægilegt, að nokkur stúlka skuli gera sig svo lítil- fjörlega að svara pilti, sem ávarpar hana á götu. Samkvæmt alþjóðasiðum ávarp- ar karlmaður ckki ókunnugar stúlkur á götu, nema hann hafi ástæðu til að halda að hún sé lauslætisdrós. Þess vegna er sú stúlka, sem svarar ókunnugum karlmanni úti á götu, alveg óafsakanleg. Til „Bjargar“: — Þakka þér kærlega fyrir bréfið þitt. Það er alltaf ánægju- legt að finna, að maður getur gert eitt- hvað til góðs. Til „Konný': — Það cru víst til á- gætar stúlkur, sem æfa megrunarleikfimi hér í bænum. Slíka leikfimi ættirðu að stunda. — Piltinum ættirðu hiklaust að hætta að skrifa, annað lýsti skorti á stolti. — Skriftin er ágæt, en stíllinn cr dálítið hátíðlegur. Eva Adams OKTÓBER, 1951 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.