Heimilisritið - 01.10.1951, Side 58

Heimilisritið - 01.10.1951, Side 58
auk þcss pcrluveiðistöð mimii og öðr- um eignum. Eg er bara að brjóta heil- ann um, hvernig ég eigi að koma þér burtu, áður en óveðrið skellur yfir.“ „Þar sem ég virðist vera orsök til þessa ófriðar, hræðist ég ekki að vera hér kyrr og sjá hverju fram vindur,“ sagði Joan og gerði sér far um að láta sem ekkert væri. „Það hlýtur að vera spennandi að fylgjast með ófriði milli hinna innfæddu.“ „Líkurnar til þess að falla aftur í hendur svarta Doyles, vcrka ef til vill ekki svo hræðilega á þig?“ sagði Hil- ari og horfði á hana rannsakandi augna- ráði. „Þú hefur enn ekki gefið mér ncina skýringu á því, hvcrnig á því stóð að ég fann þig í faðmi svarta Doyles." „Þar sem þú hefur þcgar dregið þín- ar ályktanir af því, sé ég ekki að skýr- ing mín hafi neina þýðingu," svaraði Joan æst, og blóðið þaut fram í kinnar hennar af reiði. . Hilary kreppti hnefana og augu hans leiftruðu, svo að Joan hélt næstum að hann ætlaði að ráðast á hana, og varð dauðskelkuð. En það stóð aðeins andar- tak, svo dofnaði glampinn í augum hans og hann leit á hana með afskræm- isbrosi, brosi, er minnti Joan á vonleys- isbros, sem hún einu sinni hafði séð á vörum deyjandi manns í sjúkrahúsi. „Þar sem þú vilt ekki gefa mér neina skýringu, get ég máske gengið út frá því, að þú sért á bandi óvina rninna?" spurði hann og gerði sér upp kuldahlát- ur. „En við erum komin út í aðra sálma en við vorum að ræða um. Ef þú vilt heldur verða hér og ciga á hættu, ann- aðhvort að verða myrt, eða að falla í hcndur svarta Doyle — í því tilfelli að ég félli — þá þurfum við ckki að ræða það mál frckar." „Hvaða uppástungu hefurðu annars? Er nokkurt annað únæði til fyrir mig?“ spurði Joan. „Það er til sú Ieið, að þú rcynir að komast burtu í mótorbátnum sem eftir er. Auðvitað verðurðu að fara ein, þar sem ég verð að vera hér eftir til að verja eignir rnínar, og ég cr hræddur um að þér tækist ekki að telja nokkurn eyjar- skcggja á að fara mcð þér. Ég get kann- ske fengið einhverja þeirra til að fylgja þér eina mílu eða svo í eintrjáningum sínum, en það er líka allt og sumt. Þú verður svo að stýra cftir kortinu, í þcirri von að þú hittir aðra eyju eða skip.“ „Sú von er víst ekki mikils virði,“ svaraði Joan, gagntekinn undarlegum, andstæðum tilfinningum. „Mig minnir þú segja eitthvað við Howes um, að von væri á verzlunarskipi hingað. Gæti ég ekki farið með því?“ „Það kemur kannske of seint,“ svar- aði Hilary og yppti öxlum. „Ég get auðvitað haft bátinn tilbúinn, svo þú gætir flúið ef óeirðirnar brjótast út áð- ur cn skútan kemur, ef þú villt heldur bíða. Annars á ég erfitt með að skilja það, að þú skuljr ekki grípa tækifærið fegins hendi, þegar tekið er tillit til þcss, að þú varst svo áköf að komast héðan fyrir nokkrum dögum að þú hélzt á haf út, án þess að hafa vatn eða vistir, en í hinum bátnum er allt, sem þú þarfnast." „Ef ég tek þennan mótorbát, ræni ég þig þar með eina tækifærinu, sem þú hcfur til að komast héðan,“ sagði Joan stillilega. 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.