Heimilisritið - 01.10.1951, Page 62

Heimilisritið - 01.10.1951, Page 62
mannsaldur mun ckki nægja til að mctta hurigur mitt cftir ást þinni. Gleymum fortíðinni, glcymum öllu lciðinlegu og hugsum aðcins um þá hamingju, scm við eigum í vændum, Joan. Segðu að þú elskir mig og sért hamingjusöm yfir að vera mín. Segðu að þú fyrirgefir mér það, að ég hef látið þig þjást svona mikið.“ „Ég verðskuldaði það, vegna þcss hvað ég hafði gert þér illt, Hilary, og af því ég hef leikið mér að ástinni,“ hvíslaði Joan ym lcið og hún lagði vanga sinn að hans og strauk blíðlcga yfir hár hans. „Ég elska þig mcira en lífið í brjósti mér, og ég er stolt og hamingjusöm yfir að þú skulir vilja mig. Ég er þín, Hilary, með lífi og sál. Ég hef aldrei elskað neinn annan og aldrei tilheyrt neinum öðrum og mun aldrei gera!“ Joan andvarpaði hamingjusöm. „Skilurðu," hélt hún áfram, „að ég reyndi að sannfæra sjálfa mig um að ég hataði þig, en ég elskaði þig alltaf, elskaði þig meira að segja af því þú hafðir sigrað mig. Ó, ég elska þig, elska þig, clska þig! Það var aðeins af því, að ég hélt að þú kærðir þig ekki um mig, og af því þú varst svo yfirlætisleg- ur og vondur við mig, að ég flúði burtu.“ „Þú ert dásamlcg, Joan!“ sagði Hil- aty mjög hrærður. „Ég vissi að þú, fremur en nokkur önnur, hafðir hæfi- lcika til að finna hvað ást er, og að það þurfti aðeins að vekja hjarta þitt af dvala. En ég hafði nú samt ekki vogað að vænta þessarar hamingju, þegar ég goirtaði af að ég skyldi gera þig ást- fangna af mér. Kysstu mig aftur, clsk- an mín —“ „Segðu mér, Hilary, er ég í raun og veru konan þín?“ spurði Joan litlu síð- ar og roðnaði. „Ég á við, hcfur þessi gifting nokkra þýðingu í þínum aug- um?“ „Hjartað mitt, eins og ég sagði þér, hcfur brúðkaupið, sem þeir innfæddu stofnuðu til fyrir okkur, og vígsluat- höfnin, nákvæmlega jafn mikla þýðingu í mínum augum og hátíðleg vígsla í sjálfri St. Pauls kirkju í London. Mér er bláköld alvara,“ svaraði Hilary mjög stillilega. ,,En cf þú vilt, elskan mín, og ef þú ert ckki fullkomlcga ánægð með þetta brúðkaup, þá skulum við halda annað, eftir fyllstu nútímavenj- um, þegar við komum aftur til siðaðra manna.“ „En ég veit ekki, hvort ég kæri mig um að hverfa nokkurntíma aftur til sið- menningarinnar,“ sagði Joan eftir litla þögn. „Þegar mér verður hugsað til sið- menningarinnar og alls scm henni til- heyrir, finnst mér flest af því hégóm- legt og frámunalega hræsnisfullt. Þeg- ar ég hugsa um, hvernig maður hefur montað sig gagnvart vinkonum sínum og þeim, sem voru ver scttir — því þótt maður hafi ekki gert það vísvitandi, hef- ur maður samt gert það ósjálfrátt, — þá skammast ég min. Nú finnst mér heimurinn allur annar, síðan ég kynnt- ist þér, Hilary, og síðan ég lærði að meta þýðingu þcss að elska aðra mann- veru en sjálfa mig. Ekkert af því gamla hefur framar neitt aðdráttarafl á mig. Viltu yfirgefa Muava Hilary?" Svipur Hilarys varð órólegur, eins og honum kæmi eitthvað óttalegt í hug. „Nei, ég kæri mig alls ekki um að fara héðan. Ég hef alveg sömu skoð- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.