Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 22
hjóna orðinn eins og daglegt brauð. I einkarannsókn okkar lögð- um við áherzlu á að fá staðfest, hversu lengi nútíma hjón reyna hjónaband sitt, áður en þau á- kveða að skilja, Niðurstaðan varð sú, að þessi reynslutími styttist ár frá ári. Fyrir 50 árum voru einungis 70 skilnaðir á hver 1000 hjóna- bönd, og þá liðu venjulega 5—10 ár, þangað til endanleg vissa fékkst íyrir því, hvort hjóna- bandið var dauðadæmt. Nú eru yfir 300 skilnaðir á hver 1000 hjónabönd. Það kemur líka í Ijós, að 25 prósent af fráskildum hjónum skilja fyrstu tvö árin. Helmingur þeirra skilur á fyrstu finnn árunum. Sjálfsagt ræður hin nýja fjár- málalega og félagslega staða konunnar miklu um, hversu mik- ið flýtisverk og frumhlaup mörg hjónaböndin eru orðin. Hún þarf ekki lengur að óttast um framtíð sína, þótt hún skilji við mann sinn. Hún veit líka, að þjóðfélagið dæmir hana ekki framar, þótt upp úr slitni, enda getur liún bjargað sér fjárhags- lega á eigin spýtur. Áður fyrr bjargaði það oft hjónabandinu yfir örðuga hjalla, þangað til allt féll aftur í ljúfa löð, að konan átti erfitt með að herða upp hugann og skilja við mann sinn. Á hinn bóginn varð hún oft að búa við óþolandi kjör og hanga í hjónabandinu vegna þess, hversu hún var liáð manni sínum fjárhagslega. Nú hugsar hún sig ekki tvisvar um að vfir- gefa heimili, sem henni finnst ó- þolandi, og sennilega stafar þetta mikið af því, að hún er ekki lengur háð fjárframlögum eigin- mannsins. Við athugun okkar fengum við fjölmargar sannanir fyrir því, að það er hið nýja fjárhagslega frelsi konunnar, sem hefur svo mikil áhrif á hjónaskilnaðina. Þriðjungur kvennanna sagði, að þær einar hefðu óskað eftir skiln- aði, stungið upp á honum og tek- ið fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er alger bylting frá því sem áður var, þegar göfuglynd húsmóðir og móðir, sem „fórnaði sínum beztu árum“ fyrir manninn sinn, brast hjálparlaus í grát, þegar eiginmaðurinn „bað um frelsi sitt“. Hvaða skýringu gefur svo konan á því, að hún — af frjáls- um vilja — sagði skilið við hina eftirsóknarverðu húsmóður- stöðu, sem hún frá því á gelgju- skeiði hafði haft að sínu æðsta markmiði? Því þar sem tveir þriðju hinna fráskildu kvenna fór fram á skilnað að fyrra bragði, gefur álit þeirra ástæðu til nákvæmrar yfirvegunar. 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.