Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 44
tilefni) .... Ætlazt var til að setja skyldi kross fyrir aftan réttasta svarið, til þess að sjá hversu mörg stig það gæfi, og svo loks að telja stigin saman. Sem endurskoðandi hafði Harrison tileinkað sér hæfileika til þess að svara ýmsum spurn- ingum skýrt og skorinort. Hann sá þegar í stað, að með því að svara „sjaldan“ myndi hann ekki vera alveg hreinskilinn, og því krossaði hann með hálfum huga við: „Aðeins í sérstöku til- efni“. „Hversu oft segirðu henni, að hún sé falleg? (daglega) .... (vikulega) .... (mánaðarlega) .... (árlega) .... (aldrei) ....“ „Hm,“ rumdi í Harrison Coombs. Hann var í vafa um, hvort hann ætti að krossa við „viku- lega“ eða „mánaðarlega", gerði sér far um að vera fullkomlega heiðarlegur og krossaði svo við „mánaðarlega“. Það gæti að minnsta kosti verið verra. Þegar hann að lokum hafði svarað öllum spurningunum og krossaði á réttum stöðum á spurnalistann, var hann ekki al- veg eins öruggur og þegar hann byrjaði. Hann taldi saman stig- in og fletti upp í blaðinu, þar sem niðurstaðan var gefin. „Konan þín er — eða ætti að vera — sérstaklega hamingju- söm,“ las hann, en gerði sér þegar ljóst, að þetta var ekki honum í vil. Stigatala hans var á milli 18 og 26, og þar af leið- andi lenti hann í þriðja flokki með éftirfarandi álitsgjörð: „Þú ert ekki nýgiftur. Þú ert ánægður með sjálfan þig og veitir konunni þinni ekki at- hygli í daglegu lífi. Þú metur hana ekki nógsamlega og veitir henni ekki þá ást, sem hún þrá- ir. Ef þú breytir ekki til hins betra, áttu það á hættu, að hjónabandið, sem þér finnst eins og sjálfsagður hlutur, leys- ist skyndilega upp. Hvort sem þér er það ljóst eða ekki, er hún þegar orðin leið á þér. Ef til vill tekst þér þó, með því að betra þig á vissum sviðum, að bjarga heimilishamingju þinni.“ Harrison Coombs þeytti blað- inu frá sér í reiði. „Vitleysa,“ sagði hann. „Hvers vegna að gera úlfalda úr mýflugu? Þess- ar spurnir eiga ekkert skylt við sálfræði.“ Þegar hann settist inn í vagn- inn, hafði hann hlakkað til að koma heim, en nú var hann orð- inn leiður í skapi. „Tóm vit- leysa.“ hélt hann áfram. „Laura skilur mig, og hún veit, að ég: elska hana.“ Lestin nam staðar og hann flýtti sér út. Bíllinn beið fyrir 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.