Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 71

Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 71
samskipti við þig, jafnvel giftast þér, nema önnur tákn draumsins breyti merkingunni. HÓTEL. — Dreymi þig að þú dveljir á hóteli, boðar það ófarsælt fyrir- tæki á næstunni. Stundum boðar fjölsetið gistihús komu ókunnugs manns, sem mun giftast einhverjum í fjölskyldu þinni innan skamms. HRAFN. — Að dreyma hrafn er mikill óheillaboði. Það er hætt við að þú verðir að þola mikið ranglæti og leiðindi. Sjá hrafn fljúga í áttina til þín, getur jafnvel þýtt dauðsfall. Heyra hrafn krúnka er fyrir sorg. Sjá hrafna sitja við fætur þér, boðar þungbæran harm og áhyggjur. HRAP. — Venjulega stafa draumar um hrap af taugatruflunum og eru marklitlir, en stundum geta þeir vcrið fyrirboðar rauna og andstreymis.( HREÐKA. — Að dreyma hreðkur boðar afhjúpun leyndarmáls, sem skapa mun mikið umtal. HREIÐUR. — Að finna hreiður í draumi táknar giftingu og vcllíðan. Séu brotin egg í hreiðrinu, máttu gæta þín fyrir yfirvofandi óhöppum. Og sé hreiðrið tómt, boðar það hugarangur, jafnvel cinlífi eða barn- laust hjónaband. HREINDÝR. •—- Hreindýr í draumi eru oft fyrirboði hagnaðar. Veiða þau boðar hinsvegar tap, og sjá þau drcpin cr fyrir ófyrirleitnum óvini, sem mun reyna að vinna drcymandanum tjón. HREYSI. — Sjá Kofi. HRINGUR. — Að sjá hring á fingri sér boðar brúðkaup. Ástföngnum er það merki um, að þeir munu brátt heitbindast eða giftast þeim, sem þcir elska. Að missa hring af fingri sér er slæmur fyrirboði. Ógift stúlka ætti þá að íhuga, hvort traust það, sem hún ber til mannsins, sem hún ann, er ekki óverðskuldað. Gift kona ætti að spyrja sjálfa sig að því, hvort eiginmaður hennar elskar hana. Það er eng- um gott tákn að missa hring. Hringur af járni eða stáli: erfiðleikar; sé hann látinn um háls manni: dauði. Silfurhringur: falslaus vinátta. Þrengja hring á hönd sér: heilsubrestur. Gullhring á fingri sér: upp- hefð; sé það ógift stúlka: gifting; sé það ófrísk kona: mun hún fæða mjög efnilegt sveinbarn. Gefa gtdlhring: afbrýðisemi. Týna gullhring: vinamissir, og fyrir missi maka síns ef hringurinn brotnar. Fá gull- hring að gjöf: nýr vinur. Dreymi þig að einhver láti hring á fingur þér, muntu ná ástum þess er þú elskar. En ef þig dreymir, að þú sjáir hring, sem þú girnist og getur ckki eignast, táknar það ást, sem verður ekki endurgoldin. HRlS. — Draumur um hrís cr venjulega fyrir vondu, einkum að bera það. Þá getur dreymandinn búizt við þungu áfalli og erfiðri byrði. HRÍSGRJON. — Að sjá mikið af hrísgrjónum í draumi, boðar auðæfi. Borða grjónagraut boðar þér hinsvegar gott heilsufar. HRÓP. — Ef þig dreymir að þú heyrir hróp úti, muntu brátt verða undr- andi yfir skjali, sem afhjúpar leyndarmál varðandi einhvcrn af for- DESEMBER, 1951 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.