Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 35

Heimilisritið - 01.12.1951, Blaðsíða 35
skúrnum“, sagði hún. „Þakka, Wing Moon, þá fer ég þangað og reyki eina sígar- ettu“. Hann gekk hægt niður stíginn að mangroveskóginum. Spölkorn frá kofanum stanzaði liann, er hann heyrði fótatak hennar í santlinum. Hún kom hlaupandi á eftir honum. „Það dugar víst ekki annað en ég fari með yður“, sagði hún. „Það eru stórar slöngur og svo er líka Móses, sem gleypti Ame- ríkumann og hestana og hund- ana“. Denham varð mjög hrærð'ur af umhyggju hennar og yfir þessu einmanalega lífi, sein hún hlaut að lifa hér með þessum miskunnarlaúsa föður. „Já, en verður faðir yðar ekki reiður, þegar hann kemur heim og sér, að þér eruð farin?“ sagði hann og leit niður á fátæklegu sefskóna hennar. 'Wing ðloon hristi höfuðið. „Hann verð'ur ennþá reiðari, ef ég annast ekki um gesti hans“. Denham óð gegnum djúpan sandinn og óskaði bæði skúrn- urn og stólnum niður í neðsta víti Kínverjanna. Hann hugs- aði um, hvort hann ætti að hjálpa henni gegnum sandinn eða láta hana sjá um sjálfa sig. Hljómþýð rödd hennar ómaði sí- fellt í eyrum hans, blönduð sjávarniðinum. „Þér sáuð, hversu hræðilega hann barði mig í dag. Mamma er ekki hér, annars myndi ég taka kragann af kjólnum mín- um og sýna yður marblettina á hálsinum og öxlunum á mér. O, já, móðir mín er langt í burtu í Newchwang“. „Eigið þér enga vini hér á landi?“ Wing Moon hristi höfuðið og þykkt svart hárið og jasmínilm- urinn kom honum til að taka andann á lofti. „Þegar ég ligg sofandi á nótt- unni, herra, þá brenna höggin eins og eldur. Ymist helli ég nið- ur mjólk, býkúbunum eða krukkunum af samshu, sem hann drekkur sig fullan af, og í gær fleygði ég einhverju seigu efni, sem ég fann á borðinu hans, í eldinn. Það var ópíum, og það munaði minnstu, að hann dræpi mig fyrir það. Nei, herra, ég á enga vini hér, nema hvíta kenn- arann í enska skólanum niðri í bænum. Hann kenndi mér að tala ensku“. „Hvers vegna hlaupið þér ekki á burt?“ spurði Denham þung- ur í skapi. Wing Moon leit framan í hann, einkennilega rannsakandi. „Ég vildi gjarnan komast til Ne\vchwang“, sagði hún. „Þar er móðir mín og systir. Faðir DESEMBER, 1951 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.