Heimilisritið - 30.05.1953, Page 14

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 14
hvers báts. Ungar stúlkur í rós- óttum léreftskjólum. Andlit, sem öll störðu út á sjóinn. Bátarnir höfðu verið burtu í tíu daga, og konurnar voru ætíð þannig, er þeir komu heim. Þakklátar og glaðar — hlæjandi og hamingju- samar ! Nei, Katrín var búin að fá nóg af þessu ! Það vissi hún, nú var því líka lokið. Hún hafði vitað það fyrir viku, þó það hefði tek- ið hana tvö ár að taka endanlega ákvörðun, og hún hafði í hugan- um margendurtekið það, som hún ætlaði að segja. Hún hafði farið í kjól, sem átti við þetta tæki- færi. Látlausan, svartan kjól, sem stakk í stúf við Ijósrautt hár henn- ar. ,,Rauðhærða ljóskan mín,“ kallaði Tony hana. Það hvein í flautu. Tveir af kafbátunum voru festir. S 41 skreið að lægi sínu. Hjarta Katrínar tók að slá ör- ar. Hún gat ekki við það ráðið. Hún þekkti Tony á stjórnpallin- um, andlit hans var dökkbrúnt af sól, og einkennishúfan var á ská á höfðinu. Hún starði á hann sem í leiðslu. Hann var henni allur heimur- inn. Lítill, heimskulegur heimur, umgirtur flotareglugerðum og sið- um. Ó, en hvað það hafði verið gaman ! En tvö ár var langur tími, og í dag sfyyldi því vera lokið. Þegar vélar S 41 voru stanzað- ar, kom Tony niður stigann úr brúnni. Hann var sex feta hár, grannur, dökkhærður og með brosmild, grá augu. Hann stökk yfir á bryggjuna. ,,Kata !“ ,,Tony — elskan !“ Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana. ,,Hvernig líður þér, Rauð- kolla ?“ ,,Ágætlega,“ svaraði hún. En það er ekki satt, hugsaði hún. Hann leit á hana. Svo kyssti hann hana aftur, fast. „Hvernig gekk leiðangurinn ?“ spurði hún. ,,Ö, ágætlega!“ sagði hann. ,,Kamdu með, Rauðkolla. Þú getur beðið á meðan ég fer í steypibað og hef fataskipti. Þú bíður, frú Carter, er það ekki ?“ ,,Jú, auðvitað,“ sagði Katrín í glaðlegum, gáskafullum tón, en undir niðri var tómleikatilfinning. Hún gekk við hliðina á hon- um og leit á úrið sitt. Klukkan var þrjú. Hún gekk við hliðina á honum og leit á úrið sitt. Klukkan var þrjú. KLUKKAN fimm sátu þau í svölurn nýtízku bar og horfðu undrandi í kringum sig. ,,Heyrðu, Rauðkolla, af hverju 12 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.