Heimilisritið - 30.05.1953, Page 62

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 62
hann. ,,Eg vona að þú hafir ekk- ert á móti svolitlucn blæstri. Far- angurinn látum við senda á eftir okkur með lestinni til Teeford.“ Hann bætti við, eins og honum fyndist einhverra útskýringa þörf : , .Marjorie fannst leiðinlegt að geta ekki komið með til að taka á cnóti þér; hún var víst fyrir löngu bú- in að tala um að fara í útreiðar- túr með einhverjum í dag.“ ,,Það er allt í lagi.“ Hún brosti til hans. ,,Og hvernig líður föður ykkar ? Pabbi bað mig fyrir svo mörg skilaboð til hans, að ég man víst ekki eftir helmingnum !“ Pétri tókst að koma farangri hennar gegnum tollskoðun í flýti. Jafnvel tollþjónar eru mannlegir og taka stundum tillit til bros- hýrra augna og ljósra lokka. Auk þess var eitthvað sérstakt í fari Klöru þennan dag — hvert orð og hver hreyfing leyndi illa hjartaglóð og vaknandi, sælu- kenndum fögnuði í hugarfylgsn- um hennar. Pétur varð var við þetta í öku- förinni til Teeford, og þar sem hann vissi sínu viti, taldi hann sig hafa ástæðu til að vona, að það væri í einhverju sambandi við hann sjálfan. 1 ljósi þessarar skoðunar var það honu.m til lítillar uppörvunar að verða þess varan, að hún svar- aði honum stundum ekki, ef hann sagði eitthvað við hana síðari hluta leiðarinnar heim. Hún virt- ist verða eitthvað svo undarlega annars hugar. En svo lét hann falla ofur eðlilega athugasemd um nágrannafólk sitt: ,,Næstu nágrannar okkar eru Ralph Horton og móðir hans. Þau fluttu þangað, þegar Sir Richard dó. Eg skil ekki, hvað gamli mað- urinn var að gera, þegar hann arf- leiddi Ralph að eigninni.“ Þá vaknaði áhugi hennar skyndilega. Hún leit á hann stór- um augum. ,,Horton. £g held ég hafi heyrt talað um það fólk. Segðu m.ér eitthvað meira um það.“ Hann lýsti því eftir föngum. ,,Mér geðjast ekki að Ralph Horton sjálfum. Hann er áreið- anlega beggja handa járn. Og kerlingin móðir hans er mesta skass, held ég. Augun í henni eru síður en svo stór, en þeim mun varasamari. Petunia — það er dóttir hennar — ja, hún er ekki stúlka að mínu skapi.“ ,,Hafa þau ekki margt vinnu- fólk ?“ spurði Klara, og það var talsverður undirtónn í rödd henn- ar. ,,0-jú-ú,“ sagði hann. ,,Þau hafa til dæmis hálfkátlegan ástr- alskan bryta, sem lítur út eins og aðalleikari í sakamálamynd. Mætti segja mér að hann kynni 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.