Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 12
hennar hcda einungis valdið mér
erfiðleikum og vandræðum.
Það er viss tegund af konum,
sem á mjög auðvelt með að telja
sér trú um það, að þær séu ást-
fangnar af lækni sínum. Þetta er
allt svo furðu einfalt. Þær eru ein-
mana og skortir jafnvægi og
hjónabandið er á afturfótunum. I
augum slíkra kvenna er læknirinn
einhver dularfull persóna — full-
ur samúðar, en í hæfilegri fjar-
lægð vegna stöðu sinar.
Hann getur hún heimsótt og
verið ein hjá. Það er hægt að
trúa honum fyrir öllum leyndar-
málum án þess að óttast iðrun.
Frá sjónarmiði konunnar myndar
þetta allt sálarleg tengsl milli
hennar og læknisins.
Læknirinn verður að vera
ákveðinn
Einn kvensjúklingur minn kem-
ur oft á stofuna til mín og trúir
mér fyrir nákvæmum smáatriðum
úr samlífi þeirra hjóna, og þessa
frásögn dulbýr hún sem lýsingu
á sjúkdómi sínum, sem læknirinn
þarf á að halda.
Eg verð enn að gera mér að
góðu að sitja þolinmóður og
hlusta á hana. Þrátt fyrir það,
geri ég mér fyllilega ljóst, að
þessi kona hefur yndi og ánægju
af því að ryðja þessu öllu úr sér
frammi fyrir manni, sem hún situr
10
ein hjá á læknisstofunni. Ég hef
komizt að þvr, að sem betur fer
get ég komið henni niður á jörð-
ina með því að spyrja hana kalt
og ákveðið: „Hvernig hægðir haf-
ið þér? Eru þær reglulegar?"
Læknirinn skilur það, áður en
hann hefur stundað lækningar
lengi, að hann vekur forvitni og
rabbgleði kvensjúklinga sinna.
Þetta kann að hljóma yfirlætis-
lega en það er samt staðreynd.
Sannleikurinn er sá, að á milli
lækna og kvenna er mikil samúð.
Þeir hjálpa konunum að koma
börnum þeirra í heiminn. Þeir
þekkja mestu leyndarmál þeirra,
þeir eru trúnaðarmenn þeirra, og
þeir fá að vita ýmislegt, sem kon-
unni dytti ekki í hug að segja
nánustu vinum eða vinkonum.
★ ★ ★
Ég vil gjarnan taka það fram
— þráit fyrir allt, sem ég hef
skýrt hér frá — að sambandið á
milli kvenna og lækna er í lang-
flestum tilfellum heilbrigt og eðli-
legt. En jafnvel heilbrigðustu kon-
ur íinna sér oftast eitthvað tilefni
til þess að heimsækja „nýja
lækninn."
Sjúkdómseinkenni þeirra eru ef
til vill ekki tilbúin, en þau eru hins
vegar einkenni, er enginn gaum-
ur hefur verið gefinn lengi. Flest-
ar konur eru ekki í neinum vand-
HEIMILISRITIÐ